Fótbolti

Ekki orðinn þrítugur en hættur í franska landsliðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Raphael Varane varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.
Raphael Varane varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. Getty/Matthias Hangst

Raphael Varane tilkynnti í dag að hann væri hættur að spila fyrir franska landsliðið í fótbolta, þrátt fyrir að vera aðeins 29 ára gamall.

Varane, sem er miðvörður Manchester United, átti sinn þátt í því að Frakkar yrðu heimsmeistarar árið 2018. Hann glímdi við meiðsli í aðdraganda HM í Katar í lok síðasta árs en hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleikinn.

„Það að vera fulltrúi minnar þjóðar í áratug hefur verið einn stærsti heiður ævi minnar. Í hvert sinn sem ég klæddist þessari einstöku bláu treyju fann ég ofboðslega mikið stolt, og skylduna til að leggja allt í sölurnar og vinna sigur í hvert skipti sem við spiluðum,“ skrifaði Varane á Instagram.

„Ég hef velt þessu fyrir mér í nokkra mánuði og ákveðið að nú sé rétti tímapunkturinn til að ljúka landsliðsferlinum,“ skrifaði Varane.

Hann lék alls 93 leiki fyrir franska landsliðið, þann fyrsta árið 2013.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.