Varane, sem er miðvörður Manchester United, átti sinn þátt í því að Frakkar yrðu heimsmeistarar árið 2018. Hann glímdi við meiðsli í aðdraganda HM í Katar í lok síðasta árs en hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleikinn.
Raphael Varane has retired from international football at the age of 29:
— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 2, 2023
93 apps
5 goals
1 x FIFA World Cup
1 x UEFA Nations League
pic.twitter.com/EZ6E964rp3
„Það að vera fulltrúi minnar þjóðar í áratug hefur verið einn stærsti heiður ævi minnar. Í hvert sinn sem ég klæddist þessari einstöku bláu treyju fann ég ofboðslega mikið stolt, og skylduna til að leggja allt í sölurnar og vinna sigur í hvert skipti sem við spiluðum,“ skrifaði Varane á Instagram.
„Ég hef velt þessu fyrir mér í nokkra mánuði og ákveðið að nú sé rétti tímapunkturinn til að ljúka landsliðsferlinum,“ skrifaði Varane.
Hann lék alls 93 leiki fyrir franska landsliðið, þann fyrsta árið 2013.