Fótbolti

Sjáðu þrumufleyg Dags Dan í fyrsta leiknum fyrir Orlando

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur Dan Þórhallsson fer vel af stað með Orlando City.
Dagur Dan Þórhallsson fer vel af stað með Orlando City. orlando city

Dagur Dan Þórhallsson fer vel af stað með Orlando City en hann skoraði í fyrsta leik sínum fyrir félagið.

Orlando staðfesti félagaskipti Dags frá Breiðabliki í gær. Hann var ekki lengi að láta að sér kveða með nýja liðinu því hann skoraði seinna mark Orlando í 2-0 sigri á Minnesota United í æfingaleik í gær.

Dagur kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og í blálokin kom hann Orlando í 2-0 með skoti fyrir utan vítateig. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Dagur sýndi það með Breiðabliki á síðasta tímabili að hann er með góð langskot. Hann skoraði til að mynda þrennu gegn Val en öll mörkin komu með skotum fyrir utan teig.

Orlando hefur leik í MLS-deildinni gegn New York Red Bull 26. febrúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.