Mbappé klikkaði á vítaspyrnu og meiddist | Barcelona fékk á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 23:00 Kylian Mbappé átti ekki sinn besta leik í kvöld. Ekki er vitað hversu illa meiddur hann er. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Stórliðin París Saint-Germain og Barcelona unnu bæði sigra þegar þau juku forskot sitt á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og þeirri spænsku. Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira