Erlent

Leit að geislavirkri nál í heystakki bar árangur í Ástralíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Slökkviliðsmenn þurftu að þræða sig eftir þjóðveginum í leit að hinu agnarsmáa hylki. 
Slökkviliðsmenn þurftu að þræða sig eftir þjóðveginum í leit að hinu agnarsmáa hylki.  Slökkvilið Ástralíu/AP

Yfirvöld í Ástralíu segjast nú hafa fundið agnarsmátt geislavirkt hylki sem týndist á dögunum.

Hylkið, sem notað er af námafyrirtækinu Rio Tinto til að kortleggja námur fyrirtækisins inniheldur geislavirka efnið Sesíum sem getur orsakað veikindi og bruna á húð og því reið á að finna það sem fyrst.

'Það var þó ekki létt verk þar sem hylkið er aðeins sex millimetrar í þvermál og  týndist einhverstaðar á 1400 kílómetra löngum vegarkafla. Því skal ekki undra að verkefninu hafi verið líkt við leit að nál í heystakki.

Rio Tinto hefur þegar beðist afsökunar á atvikinu og lofar að rannsaka hvað orsakaði það að taflan skyldi týnast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×