Enski boltinn

Chelsea klúðraði fé­laga­skiptunum og Zi­yech fór í fýlu­ferð til Parísar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hakim Ziyech verður að öllum líkindum áfram hjá Chelsea.
Hakim Ziyech verður að öllum líkindum áfram hjá Chelsea. getty/Laurence Griffiths

Svo virðist sem Chelsea hafi klúðrað félagaskiptum Hakims Ziyech til Paris Saint-Germain.

Ziyech var mættur til Parísar og tilbúinn að ganga í raðir PSG á láni frá Chelsea. En enska félagið sendi þrisvar sinnum ranga pappíra og svo virðist sem félagaskiptin hafi því dottið upp fyrir.

Chelsea og PSG höfðu náð samkomulagi um að Ziyech yrði lánaður til frönsku meistaranna út tímabilið.

Nóg var að gera hjá Chelsea í gær en félagið keypti argentínska heimsmeistarann Enzo Fernandez frá Benfica fyrir 105 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Ziyech gekk í raðir Chelsea frá Ajax 2020. Á þessu tímabili hefur Marokkómaðurinn komið við sögu í fimmtán leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×