Fótbolti

KA fær tvöfaldan liðsstyrk frá Noregi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
KA hefur sótt tvo leikmenn til norska liðsins Viking.
KA hefur sótt tvo leikmenn til norska liðsins Viking. KA

Ka hefur fengið íslenska unglingalandsliðsmanninn Ingimar Torbjörnsson Stöle og norska varnarmanninn Kristoffer Forgaard Paulsen til liðs við sig fyrir komandi leiktíð í Bestu-deild karla í knattspyrnu frá norska félaginu Viking.

Ingimar og Kristoffer eru báðir 19 ára gamlir, en KA greindi frá félagsskiptunum á samfélagsmiðlum sínum í dag. Ingimar hefur verið í röðum Viking frá árinu 2020, en þangað fór hann frá Fjölni. Hann skrifar undir þriggja ára samning við KA.

Kristoffer skrifar hins vegar undir lánssamning út næsta tímabil. Hann á að baki tvo leiki fyrir aðallið Viking. Þá hefur hann einnig verið í unglingalandsliðum Noregs og hefur meðal annars leikið fjóra leiki fyrir U18 ára liðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.