Erlent

Ís­­lendingurinn sem var stunginn í Noregi kominn til með­vitundar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan í Stafangri fer með rannsókn málsins.
Lögreglan í Stafangri fer með rannsókn málsins. Getty

Íslensk kona sem var stungin af fyrrverandi eiginmanni sínum í Noregi fyrr í mánuðinum er komin til meðvitundar. Maðurinn, sem einnig er Íslendingur, er grunaður um tilraun til manndráps og hefur játað á sig árásina. 

Árásin átti sér stað fyrir utan McDonalds-veitingastað í bænum Norheim í suðvestur-Noregi en konan var flutt á sjúkrahús með alvarlega áverka eftir árásina. Henni hafði verið haldið sofandi og undirgekkst nokkrar aðgerðir. 

RÚV greinir frá því að konan sé nú komin til meðvitundar og hefur rætt við lögreglu. Hún á þó eftir að gefa formlega skýrslu vegna árásarinnar. 

Norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að maðurinn og konan, sem eru á sjötugsaldri, hafi skilið nýlega og hún svo fengið nálgunarbann á hann síðastliðið haust. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau verið búsett í Noregi undanfarin ár. 


Tengdar fréttir

Konan ekki talin í lífs­hættu

Íslenska konan sem stungin var á fimmtudag af fyrrverandi eiginmanni sínum er ekki talin í lífshættu. Henni er þó haldið sofandi í öndunarvél.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×