Erlent

Konan ekki talin í lífs­hættu

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan í Stafangri fer með rannsókn málsins.
Lögreglan í Stafangri fer með rannsókn málsins. Yui Mok/PA Images via Getty Images

Íslenska konan sem stungin var á fimmtudag af fyrrverandi eiginmanni sínum er ekki talin í lífshættu. Henni er þó haldið sofandi í öndunarvél.

Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Þar segir jafnframt að lögreglu hafi, eðli málsins samkvæmt, ekki tekist að ræða við konuna.

Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur hins vegar verið yfirheyrður í dag. Greint var frá því í morgun að hann hefði ítrekað rofið nálgunarbann, sem konan hafði fengið gegn honum, eftir að þau skildu eftir um fjörutíu ára hjónaband. Fólkið er á sjötugsaldri.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×