Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 14:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Logi Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnnar, kröfðu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um svör vegna verðbólgunnar Vísir/Vilhelm Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist nú 9,9 prósent og hefur hún því náð fyrri toppi frá því í sumar, þvert á spár um að verðbólga myndi fara hjaðnandi. Ríkistjórn hefur verið gagnrýnd að undanförnu fyrir að hafa kynt undir verðbólguna með ýmsum hækkunum um áramótin. Sá þráður var tekinn upp á Alþingi í dag. Hafi gefið sveitarfélögum og fyrirtækjum fjarvistarsönnun fyrir hækkunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur, formaður Viðreisnar, sagði þar að ákvarðanir ríkisins um ýmsar hækkanir á gjöldum um áramótin hafi verið fordæmisgefandi. Vísaði hún í frétt Vísis frá því í gær þar sem formaður Neytendasamtakanna sagði hið opinbera vera leiðandi í hækkunum. „Hún kynti undir með því að ríða á vaðið í hækkunum og veitti þar með talið sveitarfélögunum og fyrirtækjunum ákveðna fjarvistarsönnun í sínum hækkunum eins og við sjáum nú,“ sagði Þorgerður Katrín. Bent hefur verið á að hið opinbera hafi ákveðið að hækka krónutölugjöld um 7,7 prósent, leggja fimm prósenta vörugjald á allar nýjar fólksbifreiðar og hækka almennt allar gjaldskrár um fimm til sjö prósent. Þetta skýrir að mati sérfræðinga megnið af hækkun vísitölu neysluverðs, verðbólgunnar, í janúar. „En hverjir eru það sem borga? Það eru auðvitað fyrst og fremst heimilin í landinu sem borga brúsann. Við þessum hækkunum var hins vegar ítrekað varða. Af hálfu launþegahreyfinginna, Samtökum atvinnulífsins og Neytendasamtakanna. En á þau var ekkert hlustað hér fyrir jól,“ sagði Þorgerður Katrín. Breiðu bökunum væri hlíft en heimilunum ekki. Ekki réttlætanlegt að tekjustofnarnir rýrni meira Spurði Þorgerður Katrín hvað ríkisstjórnin ætlaði sér að gera til þess að spyrna við verðbólgunni. Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var til andsvara og sagði hún að verðbólgan hafi einmitt verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar á fundi hennar í morgun. Svaraði hún fyrir þá hækkun opinbera gjalda sem Þorgerður Katrín minntist þá. „Þá getum við ekkert litið fram hjá því, og allar þessar staðreyndir lágu fyrir þegar við gengum frá fjárlögum og tekjubandormi hér fyrir áramót, þá gerðum við okkur algjörlega grein fyrir því að þetta hefði áhrif á verðbólgu. En það breytir því ekki að þessir tekjustofnar hafa rýrnað að raunvirði á undanförnum árum, vegna þess að við höfum verið að halda hækkunum á þeim í algjöru lágmarki,“ sagði Katrín. Sagði hún hið opinbera hafa verið mjög hófstillt í hækkunum á þessum gjöldum. „Ég tel ekki að það sé réttlætanlegt að þeir rýrni meira við þessar aðstæður sem eru uppi,“ sagði Katrín. Logi breytti um kúrs Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip þessi svör Katrínar á lofti en ráða mátti af fyrirspurn hans að hann hafi ætlað sér að spyrja um eitthvað annað en verðbólguna, áður en Katrín svaraði Þorgerði Katrínu. „Ég held að ég þurfi að breyta aðeins um kúrs frá því sem ég ætlaði vegna þess að þetta eru ekki fullnægjandi svör hjá hæstvirtum forsætisráðherra. Það er auðvitað bara augljós vöntun á pólitískri stefnu til að takast á við verðbólguna og þó að einhverjir tekjustofnar hafi mögulega rýrnað að raungildi þá breytir það því ekki að ríkisstjórnin ber ábyrgð á að halda verðbólgunni í skefjum,“ sagði Logi. Sagði hann að enginn væri að tala um að hækkun á áfengi og tóbaki væru eini verðbólguþrýstingurinn. „En það sem einkennir aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni eru gjaldahækkanir, frestun á mikilvægum fjárfestingum sem allar eru bornar uppi af almenningi á meðan ríkisstjórnin þorir ekki að sýna aðhald með því að breyta auðlindagjaldi eða fjármagnstekjum,“ sagði Logi. Samhengið mikilvægt Hvatti Logi Katrínu til að taka upp stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum, hinn svokallaða kjarapakka. Sagðist Katrín skoða allt frá Samfylkingunni með opnum hug. Bað Katrín þingmenn um að setja gjaldskrárhækkanir í samhengi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Þegar við setjum það í samhengi við stóru myndina þar sem við erum einmitt að horfa á tekjuskattslækkanir sem koma best þeim sem eru tekjulægstir, sem er miklu öflugri jöfnunaraðgerð en að horfa á þessi gjöld, þegar við horfum á þær aðgerðir sem við gripum til til að verja kjör þeirra sem eru með greiðslur frá almannatryggingum, þegar við horfum til þess að við hækkuðum húsnæðisstuðning og jukum barnastuðning, þá erum við í raun og sann að beita ríkissjóði til að verja tekjulægstu hópana fyrir áhrifum verðbólgunnar á sama tíma og við tryggjum það að þessi gjöld, sem voru hvað mest rædd hérna fyrir áramót, rýrni ekki að raungildi,“ sagði Katrín. Verðlag Fjármál heimilisins Íslenska krónan Alþingi Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist nú 9,9 prósent og hefur hún því náð fyrri toppi frá því í sumar, þvert á spár um að verðbólga myndi fara hjaðnandi. Ríkistjórn hefur verið gagnrýnd að undanförnu fyrir að hafa kynt undir verðbólguna með ýmsum hækkunum um áramótin. Sá þráður var tekinn upp á Alþingi í dag. Hafi gefið sveitarfélögum og fyrirtækjum fjarvistarsönnun fyrir hækkunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur, formaður Viðreisnar, sagði þar að ákvarðanir ríkisins um ýmsar hækkanir á gjöldum um áramótin hafi verið fordæmisgefandi. Vísaði hún í frétt Vísis frá því í gær þar sem formaður Neytendasamtakanna sagði hið opinbera vera leiðandi í hækkunum. „Hún kynti undir með því að ríða á vaðið í hækkunum og veitti þar með talið sveitarfélögunum og fyrirtækjunum ákveðna fjarvistarsönnun í sínum hækkunum eins og við sjáum nú,“ sagði Þorgerður Katrín. Bent hefur verið á að hið opinbera hafi ákveðið að hækka krónutölugjöld um 7,7 prósent, leggja fimm prósenta vörugjald á allar nýjar fólksbifreiðar og hækka almennt allar gjaldskrár um fimm til sjö prósent. Þetta skýrir að mati sérfræðinga megnið af hækkun vísitölu neysluverðs, verðbólgunnar, í janúar. „En hverjir eru það sem borga? Það eru auðvitað fyrst og fremst heimilin í landinu sem borga brúsann. Við þessum hækkunum var hins vegar ítrekað varða. Af hálfu launþegahreyfinginna, Samtökum atvinnulífsins og Neytendasamtakanna. En á þau var ekkert hlustað hér fyrir jól,“ sagði Þorgerður Katrín. Breiðu bökunum væri hlíft en heimilunum ekki. Ekki réttlætanlegt að tekjustofnarnir rýrni meira Spurði Þorgerður Katrín hvað ríkisstjórnin ætlaði sér að gera til þess að spyrna við verðbólgunni. Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var til andsvara og sagði hún að verðbólgan hafi einmitt verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar á fundi hennar í morgun. Svaraði hún fyrir þá hækkun opinbera gjalda sem Þorgerður Katrín minntist þá. „Þá getum við ekkert litið fram hjá því, og allar þessar staðreyndir lágu fyrir þegar við gengum frá fjárlögum og tekjubandormi hér fyrir áramót, þá gerðum við okkur algjörlega grein fyrir því að þetta hefði áhrif á verðbólgu. En það breytir því ekki að þessir tekjustofnar hafa rýrnað að raunvirði á undanförnum árum, vegna þess að við höfum verið að halda hækkunum á þeim í algjöru lágmarki,“ sagði Katrín. Sagði hún hið opinbera hafa verið mjög hófstillt í hækkunum á þessum gjöldum. „Ég tel ekki að það sé réttlætanlegt að þeir rýrni meira við þessar aðstæður sem eru uppi,“ sagði Katrín. Logi breytti um kúrs Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip þessi svör Katrínar á lofti en ráða mátti af fyrirspurn hans að hann hafi ætlað sér að spyrja um eitthvað annað en verðbólguna, áður en Katrín svaraði Þorgerði Katrínu. „Ég held að ég þurfi að breyta aðeins um kúrs frá því sem ég ætlaði vegna þess að þetta eru ekki fullnægjandi svör hjá hæstvirtum forsætisráðherra. Það er auðvitað bara augljós vöntun á pólitískri stefnu til að takast á við verðbólguna og þó að einhverjir tekjustofnar hafi mögulega rýrnað að raungildi þá breytir það því ekki að ríkisstjórnin ber ábyrgð á að halda verðbólgunni í skefjum,“ sagði Logi. Sagði hann að enginn væri að tala um að hækkun á áfengi og tóbaki væru eini verðbólguþrýstingurinn. „En það sem einkennir aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni eru gjaldahækkanir, frestun á mikilvægum fjárfestingum sem allar eru bornar uppi af almenningi á meðan ríkisstjórnin þorir ekki að sýna aðhald með því að breyta auðlindagjaldi eða fjármagnstekjum,“ sagði Logi. Samhengið mikilvægt Hvatti Logi Katrínu til að taka upp stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum, hinn svokallaða kjarapakka. Sagðist Katrín skoða allt frá Samfylkingunni með opnum hug. Bað Katrín þingmenn um að setja gjaldskrárhækkanir í samhengi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Þegar við setjum það í samhengi við stóru myndina þar sem við erum einmitt að horfa á tekjuskattslækkanir sem koma best þeim sem eru tekjulægstir, sem er miklu öflugri jöfnunaraðgerð en að horfa á þessi gjöld, þegar við horfum á þær aðgerðir sem við gripum til til að verja kjör þeirra sem eru með greiðslur frá almannatryggingum, þegar við horfum til þess að við hækkuðum húsnæðisstuðning og jukum barnastuðning, þá erum við í raun og sann að beita ríkissjóði til að verja tekjulægstu hópana fyrir áhrifum verðbólgunnar á sama tíma og við tryggjum það að þessi gjöld, sem voru hvað mest rædd hérna fyrir áramót, rýrni ekki að raungildi,“ sagði Katrín.
Verðlag Fjármál heimilisins Íslenska krónan Alþingi Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30
Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16