Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 10:33 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Rut Sigurðardóttir Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var hún beðin um að leggja mat á nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í gær. Þær leiddu í ljós að verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 9,9 prósent. „Við erum auðvitað að sjá það að helmingur af þessum hækkunum á vísitölu neysluverðs núna á milli mánaða er til kominn vegna skattahækkana og hækkunum á opinberum gjöldum. Þannig að það má eiginlega segja að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna. Við erum auðvitað líka að sjá hækkanir á nauðsynjavöru, eins og matvöru og eins eldsneyti. Svo eru ýmis gjöld tengd bílum að hækka mjög mikið,“ sagði Auður Alfa. Slær hún þar með í sama streng og Neytendasamtökin, sem bentu á hið sama í gær. Þá benti aðalhagfræðingur Arion banka einnig á það í gær að megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar mætti rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera. Verðbólgumælingin setti einnig þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Auður Alfa var einnig spurð að því hvað væri hægt að gera til að ná verðbólgunni niður. „Stjórnvöld þurfa auðvitað að fara að sýna að þau standi með almenningi. Bæði beita velferðarkerfinu til þess að lina höggið af verðbólgunni og lækka skatta. Þetta eru hvoru tveggja aðgerðir sem löndin í kringum okkur hafa verið að ráðast í. Svo þurfa þau að láta af óréttlátri skattheimtu og beina spjótum sínum frekar að þeim sem hafa breiðu bökin í samfélaginu. Svo auðvitað sjáum við það svigrúm fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja á þessum fákeppnismarkaði, eins og eldsneytis og matvörumarkaði, að það er töluvert, til þess að lækka verð. Við auðvitað köllum eftir því að fyrirtæki sjái sóma sinn í að gera það,“ sagði hún. Hún reiknar þó með því að verðbólgan fari hjaðnandi næstu misseri. „Við viljum nú meina það að verðbólgan fari að hjaðna og hækkanir á nauðsynjavöru hafi toppað núna. Þá förum við eflaust að sjá húsnæðisliðinn detta meira inn, þannig að lækkun á húsnæðisliðnum fari að hafa meiri áhrif á lækkun á verðbólgunni.“ Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Verslun Seðlabankinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var hún beðin um að leggja mat á nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í gær. Þær leiddu í ljós að verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 9,9 prósent. „Við erum auðvitað að sjá það að helmingur af þessum hækkunum á vísitölu neysluverðs núna á milli mánaða er til kominn vegna skattahækkana og hækkunum á opinberum gjöldum. Þannig að það má eiginlega segja að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna. Við erum auðvitað líka að sjá hækkanir á nauðsynjavöru, eins og matvöru og eins eldsneyti. Svo eru ýmis gjöld tengd bílum að hækka mjög mikið,“ sagði Auður Alfa. Slær hún þar með í sama streng og Neytendasamtökin, sem bentu á hið sama í gær. Þá benti aðalhagfræðingur Arion banka einnig á það í gær að megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar mætti rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera. Verðbólgumælingin setti einnig þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Auður Alfa var einnig spurð að því hvað væri hægt að gera til að ná verðbólgunni niður. „Stjórnvöld þurfa auðvitað að fara að sýna að þau standi með almenningi. Bæði beita velferðarkerfinu til þess að lina höggið af verðbólgunni og lækka skatta. Þetta eru hvoru tveggja aðgerðir sem löndin í kringum okkur hafa verið að ráðast í. Svo þurfa þau að láta af óréttlátri skattheimtu og beina spjótum sínum frekar að þeim sem hafa breiðu bökin í samfélaginu. Svo auðvitað sjáum við það svigrúm fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja á þessum fákeppnismarkaði, eins og eldsneytis og matvörumarkaði, að það er töluvert, til þess að lækka verð. Við auðvitað köllum eftir því að fyrirtæki sjái sóma sinn í að gera það,“ sagði hún. Hún reiknar þó með því að verðbólgan fari hjaðnandi næstu misseri. „Við viljum nú meina það að verðbólgan fari að hjaðna og hækkanir á nauðsynjavöru hafi toppað núna. Þá förum við eflaust að sjá húsnæðisliðinn detta meira inn, þannig að lækkun á húsnæðisliðnum fari að hafa meiri áhrif á lækkun á verðbólgunni.“
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Verslun Seðlabankinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf