Urðu að færa fyrsta leik sinn á HM á mikið stærri leikvang Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 17:30 Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska landsliðinu eru vinsælar og spila fyrsta leik sinn á HM í sumar væntanlega fyrir framan algjöran metfjölda í sögu knattspyrnu kvenna í Ástralíu. Getty/Matt King Eftirspurnin eftir miðum á upphafsleik Ástralíu á HM kvenna í fótbolta í Eyjaálfu næsta sumar hefur verið slík að mótshaldarar hafa neyðst til að skipta um leikvang. HM kvenna, sem Íslendingar misstu af með grátlegum hætti á síðasta ári, hefst 20. júlí þegar Nýja-Sjáland og Noregur mætast í upphafsleik í Auckland í Nýja-Sjálandi. Síðar sama dag mætast svo Ástralía og Írland, og hefur sá leikur verið færður af nýja Allianz-leikvanginum, sem kostaði 116 milljarða króna í byggingu, og yfir á Ólympíuleikvanginn en báðir leikvangar eru í Sydney. Allianz-leikvangurinn rúmar 42.500 manns en með því að færa leikinn geta 83.500 manns mætt á leik Ástralíu og Írlands. We re gonna need a bigger stadium Our opening match of the #FIFAWWC against the Republic of Ireland has an updated venue, moving to Stadium Australia! #WeAreMatildas #BeyondGreatness— CommBank Matildas (@TheMatildas) January 30, 2023 Til stóð að nýta Ólympíuleikvanginn aðeins fyrir leiki í útsláttarkeppninni, þar á meðal úrslitaleikinn sjálfan sem fram fer 20. ágúst. Ef uppselt verður á leik á Ólympíuleikvanginum verður samkvæmt The Guardian um að ræða fimmta mesta áhorfendafjölda á leik í knattspyrnu kvenna. Metið er frá því í apríl á síðasta ári þegar 91.648 manns sáu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona á Camp Nou. Tveir HM-leikir eru á topp fimm listanum, báðir frá því á HM í Bandaríkjunum 1999 þegar 90.185 manns mættu á Rose Bowl. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
HM kvenna, sem Íslendingar misstu af með grátlegum hætti á síðasta ári, hefst 20. júlí þegar Nýja-Sjáland og Noregur mætast í upphafsleik í Auckland í Nýja-Sjálandi. Síðar sama dag mætast svo Ástralía og Írland, og hefur sá leikur verið færður af nýja Allianz-leikvanginum, sem kostaði 116 milljarða króna í byggingu, og yfir á Ólympíuleikvanginn en báðir leikvangar eru í Sydney. Allianz-leikvangurinn rúmar 42.500 manns en með því að færa leikinn geta 83.500 manns mætt á leik Ástralíu og Írlands. We re gonna need a bigger stadium Our opening match of the #FIFAWWC against the Republic of Ireland has an updated venue, moving to Stadium Australia! #WeAreMatildas #BeyondGreatness— CommBank Matildas (@TheMatildas) January 30, 2023 Til stóð að nýta Ólympíuleikvanginn aðeins fyrir leiki í útsláttarkeppninni, þar á meðal úrslitaleikinn sjálfan sem fram fer 20. ágúst. Ef uppselt verður á leik á Ólympíuleikvanginum verður samkvæmt The Guardian um að ræða fimmta mesta áhorfendafjölda á leik í knattspyrnu kvenna. Metið er frá því í apríl á síðasta ári þegar 91.648 manns sáu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona á Camp Nou. Tveir HM-leikir eru á topp fimm listanum, báðir frá því á HM í Bandaríkjunum 1999 þegar 90.185 manns mættu á Rose Bowl.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira