Innlent

Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Rafmagn er að komast aftur á í Vestmannaeyjum. Myndin er úr safni. 
Rafmagn er að komast aftur á í Vestmannaeyjum. Myndin er úr safni.  Vísir/Einar

Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakotslína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs.  

Upp komst um bilunina í Rimakotslínu 1 klukkan 16:05 en þegar í stað var hafist handa við að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum. Það var komið á um klukkan fimm að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets. 

„Það er búið að keyra varaafl í Vestmannaeyjum og Vík og Landeyjum þannig það ættu allir að vera komnir inn nema hluti af Vestmannaeyjum, það eru einhverjar mínútur í það,“ segir hún. 

„Það er ekki búið að gera við línuna sem fór út en við erum að senda fólk á staðinn til að skoða þetta en það er snælduvitlaust veður á svæðinu,“ segir hún enn fremur.

Appelsínugul viðvörun er nú í gildi á Suður- og Suðausturlandi en líklegast er bilunin tilkomin vegna veðurs. Ekki hafa komið upp truflanir annars staðar í kerfum Landsnets. 

„Það er verið að leita að biluninni og á meðan er svæðið keyrt með varaafli þannig það ættu allir að vera komnir með rafmagn eða að detta inn mjög fljótlega,“ segir Steinunn.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.