Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. janúar 2023 12:03 Lægðirnar halda áfram að ganga yfir landið. Í dag og í nótt má búast við að raskanir verði á samgöngum og loka gæti þurft vegum. Vísir/Vilhelm Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. Fyrstu viðvaranir vegna veðurs tóku gildi í morgun en síðar í dag verða viðvaranir í gildi á öllu landinu, fyrir utan á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Í kvöld verða appelsínugular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum en gular á höfuðborgarsvæðinu, Miðhálendinu og Ströndum og Norðurlandi vestra. Óvissustig almannavarna var lýst yfir seint í gærkvöldi vegna veðurs og lauk samráðsfundi viðbragðsaðila nú skömmu fyrir hádegi. „Spárnar virðast vera að ganga eftir þannig viðbragðið er bara svipað og við vorum að gera ráð fyrir í gær. Samhæfingarstöð almannavarna verður virkjuð núna klukkan tólf og svo tökum við þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, bara eftir því hvernig veðrið verður,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Flugáætlun breytt og mögulega þarf að loka vegum Ljóst sé að raskanir muni fylgja veðrinu. Að því er kemur fram á vef Vegagerðarinnar er óvissustig í gildi á mörgum vegum vegna veðursins fram á kvöld og nótt. Varað er við því að það gæti þurft að loka vegum með skömmum fyrirvara en hálkublettir, krapi eða snjóþekja eru víða. Viðbúið var að veðrið myndi raska flugáætlun en Icelandair brást við með því að flýta síðdegisflugi frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og Norður Ameríku um nokkrar klukkustundir. Þá hefur síðdegisflugi frá Evrópu til Íslands verið seinkað. Fjórum ferðum til Bandaríkjanna og Kanada hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. „Innanlandsflug hefur verið á áætlun í morgun en vegna veðurs hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa flugi það sem eftir lifir dags. Farþegum hefur verið send breytt flugáætlun með smáskilaboðum og tölvupósti,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Almennt er fólk hvatt til að fylgast vel með. „Við höfum áhyggjur af foktjónum og við höfum áhyggjur af því að fólk komist ekki leiðar sinnar þannig það er mjög mikilvægt fyrir alla að fylgjast vel með,“ segir Hjördís en hún reiknar með að þau muni vera á tánum í Skógarhlíðinni fram á nótt. Stutt í næstu lægð Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði meginþungann í veðrinu verða á Suðurlandi, yfir Hellisheiði og Þrengsli, og á Suðurnesjum. Þá versnar undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fljótlega upp úr hádegi sem og austur í Öræfum. „Síðan er svona hitt svæðið sem við erum að horfa mikið til, það eru leiðirnar hérna á milli höfuðborgarsvæðisins og austur fyrir fjall, og þar má reikna með að veðrið versni mjög upp úr klukkan tvö. Það verði fyrst skafrenningur og svo hríðaveður með mjög litlu skyggni um þrjú, jafnvel fyrr, og Mosfellsheiði er þar líka undir, sem sagt gullni hringurinn. Það má reikna með að sú hríð og það óveður standi fram á nótt,“ sagði Einar. Lægðirnar muni síðan halda áfram að herja á landsmenn á næstunni. „Ef eitthvað er þá herja þær enn frekar á okkur þessar lægðir og talsverð óvissa í spánum næstu daga um smærri drætti annað en það að þær stefna hingað lægðirnar,“ segir Einar og bendir á að frá miðjum janúar fram í miðjan febrúar megi almennt búast við kröftugum lægðum. „Það er mjög áhugaverð staða að byggjast upp vestur við Norður-Ameríku, það er mjög kalt loft þar sem nær sunnarlega sem gæti fóðrað þessar lægðir og það má horfa vel til dagana svona fimmta til níunda febrúar, eitthvað svoleiðis,“ segir Einar um næstu lægð. KR og Víkingur eru á meðal íþróttafélaga sem ákveðið hafa að fella niður íþróttaæfingar barna í dag vegna veðurspár. Veður Almannavarnir Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með hviðum að 55 metrum á sekúndu Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður ofsaveður og má reikna með hviðum, 40 til 55 metrum á sekúndu, milli klukkan 14 og 18 í dag og litlu síðar í Öræfum. 30. janúar 2023 08:05 Veðrið versni mjög eftir hádegi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. 29. janúar 2023 23:01 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Fyrstu viðvaranir vegna veðurs tóku gildi í morgun en síðar í dag verða viðvaranir í gildi á öllu landinu, fyrir utan á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Í kvöld verða appelsínugular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum en gular á höfuðborgarsvæðinu, Miðhálendinu og Ströndum og Norðurlandi vestra. Óvissustig almannavarna var lýst yfir seint í gærkvöldi vegna veðurs og lauk samráðsfundi viðbragðsaðila nú skömmu fyrir hádegi. „Spárnar virðast vera að ganga eftir þannig viðbragðið er bara svipað og við vorum að gera ráð fyrir í gær. Samhæfingarstöð almannavarna verður virkjuð núna klukkan tólf og svo tökum við þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, bara eftir því hvernig veðrið verður,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Flugáætlun breytt og mögulega þarf að loka vegum Ljóst sé að raskanir muni fylgja veðrinu. Að því er kemur fram á vef Vegagerðarinnar er óvissustig í gildi á mörgum vegum vegna veðursins fram á kvöld og nótt. Varað er við því að það gæti þurft að loka vegum með skömmum fyrirvara en hálkublettir, krapi eða snjóþekja eru víða. Viðbúið var að veðrið myndi raska flugáætlun en Icelandair brást við með því að flýta síðdegisflugi frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og Norður Ameríku um nokkrar klukkustundir. Þá hefur síðdegisflugi frá Evrópu til Íslands verið seinkað. Fjórum ferðum til Bandaríkjanna og Kanada hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. „Innanlandsflug hefur verið á áætlun í morgun en vegna veðurs hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa flugi það sem eftir lifir dags. Farþegum hefur verið send breytt flugáætlun með smáskilaboðum og tölvupósti,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Almennt er fólk hvatt til að fylgast vel með. „Við höfum áhyggjur af foktjónum og við höfum áhyggjur af því að fólk komist ekki leiðar sinnar þannig það er mjög mikilvægt fyrir alla að fylgjast vel með,“ segir Hjördís en hún reiknar með að þau muni vera á tánum í Skógarhlíðinni fram á nótt. Stutt í næstu lægð Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði meginþungann í veðrinu verða á Suðurlandi, yfir Hellisheiði og Þrengsli, og á Suðurnesjum. Þá versnar undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fljótlega upp úr hádegi sem og austur í Öræfum. „Síðan er svona hitt svæðið sem við erum að horfa mikið til, það eru leiðirnar hérna á milli höfuðborgarsvæðisins og austur fyrir fjall, og þar má reikna með að veðrið versni mjög upp úr klukkan tvö. Það verði fyrst skafrenningur og svo hríðaveður með mjög litlu skyggni um þrjú, jafnvel fyrr, og Mosfellsheiði er þar líka undir, sem sagt gullni hringurinn. Það má reikna með að sú hríð og það óveður standi fram á nótt,“ sagði Einar. Lægðirnar muni síðan halda áfram að herja á landsmenn á næstunni. „Ef eitthvað er þá herja þær enn frekar á okkur þessar lægðir og talsverð óvissa í spánum næstu daga um smærri drætti annað en það að þær stefna hingað lægðirnar,“ segir Einar og bendir á að frá miðjum janúar fram í miðjan febrúar megi almennt búast við kröftugum lægðum. „Það er mjög áhugaverð staða að byggjast upp vestur við Norður-Ameríku, það er mjög kalt loft þar sem nær sunnarlega sem gæti fóðrað þessar lægðir og það má horfa vel til dagana svona fimmta til níunda febrúar, eitthvað svoleiðis,“ segir Einar um næstu lægð. KR og Víkingur eru á meðal íþróttafélaga sem ákveðið hafa að fella niður íþróttaæfingar barna í dag vegna veðurspár.
Veður Almannavarnir Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með hviðum að 55 metrum á sekúndu Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður ofsaveður og má reikna með hviðum, 40 til 55 metrum á sekúndu, milli klukkan 14 og 18 í dag og litlu síðar í Öræfum. 30. janúar 2023 08:05 Veðrið versni mjög eftir hádegi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. 29. janúar 2023 23:01 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Reikna með hviðum að 55 metrum á sekúndu Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður ofsaveður og má reikna með hviðum, 40 til 55 metrum á sekúndu, milli klukkan 14 og 18 í dag og litlu síðar í Öræfum. 30. janúar 2023 08:05
Veðrið versni mjög eftir hádegi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. 29. janúar 2023 23:01
Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent