Takast á um félagatalið í dómsal í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2023 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir og liðsmenn Eflingar hafa mætt fylktu liði til síðustu funda við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatala sitt, svo hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú eftir hádegi. Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir en óskað hefur verið eftir flýtimeðferð. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í síðustu viku en Efling hefur neitað að afhenda félagatal sitt svo hægt sé að hefja atkvæðagreiðslu um hana. Héraðsdómur mun taka málið fyrir klukkan korter yfir eitt. Efling undirbýr enn verkfall hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela. Í kvöld mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Eflingar liggja fyrir. Verði verkfall, sem hefst 7. febrúar, samþykkt fer samninganefnd Eflingar að skipuleggja næstu verkfallsaðgerðir strax á þriðjudag en þau verkföll myndu þá hefjast 14. febrúar. Samninganefnd Eflingar hefur um helgina farið á hótel Íslandshótela í Reykjavík til að funda með félagsmönnum sínum um miðlunartillöguna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í fréttum okkar í gær að að atvinnurekendur hafi tekið misvel í þær heimsóknir. Verið sé að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem sé atvinnurekendum þóknandi. „Auðvitað höfum við því miður heyrt ýmsar sögur af ógnandi og kúgandi tilburðum þar sem verið er að reyna að segja fólki fyrir verkum. Þar sem verið er að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er atvinnurekendum þóknandi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Sólveig Anna í fréttum okkar í gær. Þá sakaði Sólveig Samtök atvinnulífsins um ólögleg afskipti af atkvæðagreiðslunni um verkfallið á RÚV í morgun. Forstjóri Íslandshótela vildi ekki veita viðtal vegna málsins fyrir hádegisfréttir og ekki heldur Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór sagði yfirlýsingar Sólveigar ekki svaraverðar. Hún sjái óvini í hverju horni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómstólar Tengdar fréttir Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Vinnumarkaðsráðherra segist ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillögu sína til baka. Hann segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara og segist ætla að funda með Eflingu þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn. 30. janúar 2023 08:59 Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34 Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 29. janúar 2023 19:15 Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00 Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59 „Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. 29. janúar 2023 12:02 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í síðustu viku en Efling hefur neitað að afhenda félagatal sitt svo hægt sé að hefja atkvæðagreiðslu um hana. Héraðsdómur mun taka málið fyrir klukkan korter yfir eitt. Efling undirbýr enn verkfall hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela. Í kvöld mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Eflingar liggja fyrir. Verði verkfall, sem hefst 7. febrúar, samþykkt fer samninganefnd Eflingar að skipuleggja næstu verkfallsaðgerðir strax á þriðjudag en þau verkföll myndu þá hefjast 14. febrúar. Samninganefnd Eflingar hefur um helgina farið á hótel Íslandshótela í Reykjavík til að funda með félagsmönnum sínum um miðlunartillöguna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í fréttum okkar í gær að að atvinnurekendur hafi tekið misvel í þær heimsóknir. Verið sé að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem sé atvinnurekendum þóknandi. „Auðvitað höfum við því miður heyrt ýmsar sögur af ógnandi og kúgandi tilburðum þar sem verið er að reyna að segja fólki fyrir verkum. Þar sem verið er að reyna með mjög markvissum hætti að knýja fram niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er atvinnurekendum þóknandi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Sólveig Anna í fréttum okkar í gær. Þá sakaði Sólveig Samtök atvinnulífsins um ólögleg afskipti af atkvæðagreiðslunni um verkfallið á RÚV í morgun. Forstjóri Íslandshótela vildi ekki veita viðtal vegna málsins fyrir hádegisfréttir og ekki heldur Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór sagði yfirlýsingar Sólveigar ekki svaraverðar. Hún sjái óvini í hverju horni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómstólar Tengdar fréttir Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Vinnumarkaðsráðherra segist ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillögu sína til baka. Hann segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara og segist ætla að funda með Eflingu þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn. 30. janúar 2023 08:59 Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34 Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 29. janúar 2023 19:15 Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00 Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59 „Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. 29. janúar 2023 12:02 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Vinnumarkaðsráðherra segist ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillögu sína til baka. Hann segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara og segist ætla að funda með Eflingu þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn. 30. janúar 2023 08:59
Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34
Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 29. janúar 2023 19:15
Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. 29. janúar 2023 18:00
Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara. 29. janúar 2023 12:59
„Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. 29. janúar 2023 12:02