Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2023 06:34 Ásmundur segir heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu óumdeilda. „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ Þetta segir Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands við Morgunblaðið, um þá ákvörðun Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ásmundur gagnrýnir ályktun ASÍ um miðlunartillöguna, þar sem sagði meðal annars að ríkissáttasemjari ætti ekki að leggja fram miðlunartillögu nema hún hefði að minnsta kosti „þegjandi samþykki“ beggja aðila. Þetta sé hvergi að finna í lögum. „Það er ekkert nýtt í því að lögð sé fram miðlunartillaga, bara ekkert,“ segir Ásmundur. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur sagði á Sprengisandi í gær að á síðustu 40 árum hefðu verið lagðar fram 30 miðlunartillögur en þriðjungur þeirra hefði verið felldur. Ásmundur lagði eina slíka fram á sínum tíma, sem var felld með 90 prósent atkvæða, en hann segir hana hafa lagt grunn að áframhaldandi viðræðum sem enduðu með samningi. „Það hafa verið samþykktar ályktanir og gefnar út yfirlýsingar um það að sáttasemjari hafi ekki lagalegt umboð til að koma með miðlunartillögu. Ég verð í rauninni að lýsa undrun minni á því. Staðreyndin er að sáttasemjari hefur þessa heimild samkvæmt lögum og það fer eftir hans mati á stöðu deilunnar hvort hann telur rétt að leggja fram miðlunartillögu eða ekki. Það er engin krafa um það að aðilarnir séu sammála honum,“ segir Ásmundur. Héraðsdómur Reykjavíkur mun úrskurða um það í dag hvort Eflingu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagalista sinn svo hægt sé að gang til atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Hún felur í sér sama skammtímasamning til handa Eflingarfélögum og gerður var við Starfsgreinasambandið. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands við Morgunblaðið, um þá ákvörðun Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ásmundur gagnrýnir ályktun ASÍ um miðlunartillöguna, þar sem sagði meðal annars að ríkissáttasemjari ætti ekki að leggja fram miðlunartillögu nema hún hefði að minnsta kosti „þegjandi samþykki“ beggja aðila. Þetta sé hvergi að finna í lögum. „Það er ekkert nýtt í því að lögð sé fram miðlunartillaga, bara ekkert,“ segir Ásmundur. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur sagði á Sprengisandi í gær að á síðustu 40 árum hefðu verið lagðar fram 30 miðlunartillögur en þriðjungur þeirra hefði verið felldur. Ásmundur lagði eina slíka fram á sínum tíma, sem var felld með 90 prósent atkvæða, en hann segir hana hafa lagt grunn að áframhaldandi viðræðum sem enduðu með samningi. „Það hafa verið samþykktar ályktanir og gefnar út yfirlýsingar um það að sáttasemjari hafi ekki lagalegt umboð til að koma með miðlunartillögu. Ég verð í rauninni að lýsa undrun minni á því. Staðreyndin er að sáttasemjari hefur þessa heimild samkvæmt lögum og það fer eftir hans mati á stöðu deilunnar hvort hann telur rétt að leggja fram miðlunartillögu eða ekki. Það er engin krafa um það að aðilarnir séu sammála honum,“ segir Ásmundur. Héraðsdómur Reykjavíkur mun úrskurða um það í dag hvort Eflingu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagalista sinn svo hægt sé að gang til atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Hún felur í sér sama skammtímasamning til handa Eflingarfélögum og gerður var við Starfsgreinasambandið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira