Fótbolti

Óleikfær í fyrsta sinn síðan 2016

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Inaki Williams.
Inaki Williams. vísir/Getty

Ótrúlegt afrek Inaki Williams fékk endi í kvöld þegar hann var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í leik Athletic Bilbao og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þetta var í fyrsta sinn síðan í apríl 2016 sem Williams er ekki í leikmannahópi Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni en þessi 28 ára gamli sóknarmaður hafði leikið 251 deildarleik í röð fyrir félagið þegar kom að leiknum í kvöld.

Hann glímir við smávægileg hnémeiðsli og var því ekki í leikmannahópnum en hann var fyrir löngu búinn að eigna sér met yfir það að spila flesta leiki í röð, nánar tiltekið þegar hann spilaði sinn 203. leik í röð á síðustu leiktíð.

Williams, sem er fæddur á Spáni en leikur fyrir landslið Gana, hefur spilað alls 362 leiki fyrir Bilbao og skorað 78 mörk.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Celta Vigo.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.