Heimurinn hrynji ekki þó tímalína raskist Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 20:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra viðurkennir að áætlunin sé djörf en telur þó að hún muni standast. Vísir/Arnar Mennta- og barnamálaráðherra heldur fast í tímaáætlun þjóðarhallar og telur raunhæft að höllin muni rísa árið 2025. Kostnaður við uppbyggingu eru tæpir fimmtán milljarðar og skipting milli ríkis og borgar liggur ekki fyrir. Upphaflega sagðist Reykjavíkurborg eiga tvo milljarða til. Ásmundur Einar Daðason ræddi uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir ljóst að lítill tími sé til stefnu en telur tvö ár raunhæft markmið. „Tímalínan er djörf og ég hef sagt það að það þarf allt að ganga upp til þess að hún gangi upp. Það væri samt sérstakt ef að stjórnmálamaður sem væri að vinna að tillögum í samstarfi við íþróttir sem eru keppnisgrein setti ekki upp djarfar tímalínur. Hingað til erum við að halda tímaáætlun en það þarf allt að ganga upp. Heimurinn hrynur ekki fyrir mig sem stjórnmálamann þótt það dragist í hálft eða eitt ár, en við viljum setja okkur metnaðarfull markmið fyrir íþróttirnar.“ Þegar umræða um byggingu þjóðarhallar hófst, og viljayfirlýsing síðar undirrituð, sagði borgarstjóri að Reykjavíkurborg hafi sett svolítið fé til hliðar sem nýta mætti til verkefnisins. Tala sem nefnd hefur verið eru tveir milljarðar. Að lokinni frumathugun liggur þó fyrir að kostnaðarskiptingin verði nokkuð ójöfn, leggi borgin ekki meira til, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að uppbyggingin muni kosta fimmtán milljarða. Forsætisráðherra og borgarstjóri sögðu fyrr í janúarmánuði að þau væru bjartsýn um að samningar um kostnaðarskiptingu næðust í febrúar. Ásmundur Einar segir vel hafa gengið. „Nú erum við að forma það betur, það er samtal í gangi núna milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptinguna á þessu. Þar er búið frá síðasta fundi að halda þrjá til fjóra fundi þar sem gengur mjög vel að ræða það hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“ Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Rekstur hins opinbera Sprengisandur Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason ræddi uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir ljóst að lítill tími sé til stefnu en telur tvö ár raunhæft markmið. „Tímalínan er djörf og ég hef sagt það að það þarf allt að ganga upp til þess að hún gangi upp. Það væri samt sérstakt ef að stjórnmálamaður sem væri að vinna að tillögum í samstarfi við íþróttir sem eru keppnisgrein setti ekki upp djarfar tímalínur. Hingað til erum við að halda tímaáætlun en það þarf allt að ganga upp. Heimurinn hrynur ekki fyrir mig sem stjórnmálamann þótt það dragist í hálft eða eitt ár, en við viljum setja okkur metnaðarfull markmið fyrir íþróttirnar.“ Þegar umræða um byggingu þjóðarhallar hófst, og viljayfirlýsing síðar undirrituð, sagði borgarstjóri að Reykjavíkurborg hafi sett svolítið fé til hliðar sem nýta mætti til verkefnisins. Tala sem nefnd hefur verið eru tveir milljarðar. Að lokinni frumathugun liggur þó fyrir að kostnaðarskiptingin verði nokkuð ójöfn, leggi borgin ekki meira til, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að uppbyggingin muni kosta fimmtán milljarða. Forsætisráðherra og borgarstjóri sögðu fyrr í janúarmánuði að þau væru bjartsýn um að samningar um kostnaðarskiptingu næðust í febrúar. Ásmundur Einar segir vel hafa gengið. „Nú erum við að forma það betur, það er samtal í gangi núna milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptinguna á þessu. Þar er búið frá síðasta fundi að halda þrjá til fjóra fundi þar sem gengur mjög vel að ræða það hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“
Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Rekstur hins opinbera Sprengisandur Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent