Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2023 12:16 Möguleg staðsetning hinnar nýrru þjóðarhallar. Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan. Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan.
Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira