Fótbolti

Guð­mundur lagði upp í tapi gegn Olympiacos

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur í leik með íslenska landsliðinu.
Guðmundur í leik með íslenska landsliðinu. Alex Nicodim/Getty Images

Guðmundur Þórarinsson lagði upp mark OFI Crete þegar liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp heimamanna.

Nouha Dicko kom Crete óvænt yfir strax á 19. mínútu eftir sendingu Guðmundar sem byrjaði leikinn í stöðu vinstri vængbakvarðar. Cedric Bakambu jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 1-1 í hálfleik.

Það var svo Youssef El Arabi sem skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 76. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundur tekinn af velli í liði Crete.

Eftir 20 leiki er OFI Crete í 9. sæti – af 14 liðum - grísku deildarinnar með 19 stig. Olympiacos er í 3. sæti með 42 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.