Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 14:12 Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang slyssins í gær. Vísir Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. „Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur. Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
„Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur.
Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent