„Það verður alveg vel hvasst“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 23:03 Á höfuðborgarsvæðinu verður hvassviðri, vestan og suðvestan fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu og él með lélegu skyggni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla. Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“ Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“
Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira