Fótbolti

Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guðmundur Magnússon var í byrjunarliði Fram í kvöld.
Guðmundur Magnússon var í byrjunarliði Fram í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Framarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Val.

Fyrir leikinn var Fram með fullt hús stiga eftir tvo sigra í mótinu gegn Fjölni og Leikni en Valur var með þrjú stig eftir sigur gegn Leikni en tap gegn Fjölni.

Valsmenn þurftu því sigur til að jafna Fram að stigum og eiga möguleika á efsta sætinu. Leikurinn í Úlfársárdal í kvöld lauk með markalausu jafntefli og Fram lýkur því keppni í efsta sæti B-riðils og fer því áfram í úrslitaleik mótsins.

Keppni í A-riðli lýkur á laugardag en þar eru Víkingur, KR, Fylkir og ÍR öll með þrjú stig eftir að hafa unnið einn leik hvert.

Úrslitaleikurinn fer fram fimmtudaginn 2.febrúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.