Innlent

Börn hætt komin á ís í Garðabæ

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mynd úr safni frá Hafnafjarðarhöfn.
Mynd úr safni frá Hafnafjarðarhöfn. vísir/vilhelm

Síðdegis í dag var tilkynnt um nokkur börn sem voru hætt komin á ís úti á sjö norður af Norðurbrú í Garðabæ.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi segir í samtali við fréttastofu að börnin hafi komið  sér aftur í land áður en lögreglu bar að garði. Haft var samband við forsjáraðila barnanna. „Það er auðvitað mjög varhugavert að börn séu að leika sér svona, sérstaklega nú þegar ísinn fer að þiðna,“ segir Guðmundur. 

Í Hafnarfirði var einnig tilkynnt um innbrot í vinnuskúr þar sem verkfærum var stolið fyrir vel á aðra milljón.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×