Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2023 11:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir útlenidngafrumvarp dómsmálaráðherra vera sýnishorn yfirgefinna áforma og vita gagnslaust. Vísir Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma í gegn breytingum á lögum um útlendinga frá árinu 2016. Stjórnarmeirihlutinn virðist staðráðinn í að málið fái afgreiðslu að þessu sinni því engin önnur mál eru til eiginlegrar efnislegrar meðferðar á dagskrá þingsins. Frumvarpinu er ætlað að flýta umsóknarferli hælisleitenda og koma þeim fyrr úr landi sem hafnað er um hælisvist. Þannig missa þeir allan fjárhags- og félagslegan stuðning innan 30 frá því umsókn þeirra hefur alfarið verið hafnað og verða einnig að yfirgefa landið innan þess tíma. Hins vegar eru margar undantekningar í frumvarpinu varðandi meðferð mála barna og fleiri í viðkvæmri stöðu. Að ræðum forseta Alþingis meðtöldum héldu þingmenn 149 ræður um málið á þingfundi í gær, á fundi sem hófst upp úr klukkan þrjú og lauk átta tímum síðar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnarsson formaður Miðflokksins gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að ganga ekki lengra í frumvarpi sínu um útlendinga.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata hafa haft sig mest í frammi gegn frumvarpinu að þessu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggjast einnig gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að það brjóti á hælisleitendum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og flokkur hans leggjast hins vegar gegn frumvarpinu úr annarri átt. Telja það útvatnað og gagnslaust og vilja að gengið verði lengra. Sigmundur Davíð minnti á að nú væru þingmenn að ræða frumvarp af þessu tagi í fimmta sinn. „Þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp. Þessi svo kallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Þetta sýnishorn yfirgefinna áforma, umvafið afsökunum og kerfisflækjum. Þessi uppgjöf,“ sagði Sigmundur Davíð. Umræðum er hvergi nærri lokið og verður þráðurinn tekinn upp aftur á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma í gegn breytingum á lögum um útlendinga frá árinu 2016. Stjórnarmeirihlutinn virðist staðráðinn í að málið fái afgreiðslu að þessu sinni því engin önnur mál eru til eiginlegrar efnislegrar meðferðar á dagskrá þingsins. Frumvarpinu er ætlað að flýta umsóknarferli hælisleitenda og koma þeim fyrr úr landi sem hafnað er um hælisvist. Þannig missa þeir allan fjárhags- og félagslegan stuðning innan 30 frá því umsókn þeirra hefur alfarið verið hafnað og verða einnig að yfirgefa landið innan þess tíma. Hins vegar eru margar undantekningar í frumvarpinu varðandi meðferð mála barna og fleiri í viðkvæmri stöðu. Að ræðum forseta Alþingis meðtöldum héldu þingmenn 149 ræður um málið á þingfundi í gær, á fundi sem hófst upp úr klukkan þrjú og lauk átta tímum síðar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnarsson formaður Miðflokksins gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að ganga ekki lengra í frumvarpi sínu um útlendinga.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata hafa haft sig mest í frammi gegn frumvarpinu að þessu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggjast einnig gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að það brjóti á hælisleitendum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og flokkur hans leggjast hins vegar gegn frumvarpinu úr annarri átt. Telja það útvatnað og gagnslaust og vilja að gengið verði lengra. Sigmundur Davíð minnti á að nú væru þingmenn að ræða frumvarp af þessu tagi í fimmta sinn. „Þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp. Þessi svo kallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Þetta sýnishorn yfirgefinna áforma, umvafið afsökunum og kerfisflækjum. Þessi uppgjöf,“ sagði Sigmundur Davíð. Umræðum er hvergi nærri lokið og verður þráðurinn tekinn upp aftur á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54
Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44