Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2023 11:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir útlenidngafrumvarp dómsmálaráðherra vera sýnishorn yfirgefinna áforma og vita gagnslaust. Vísir Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma í gegn breytingum á lögum um útlendinga frá árinu 2016. Stjórnarmeirihlutinn virðist staðráðinn í að málið fái afgreiðslu að þessu sinni því engin önnur mál eru til eiginlegrar efnislegrar meðferðar á dagskrá þingsins. Frumvarpinu er ætlað að flýta umsóknarferli hælisleitenda og koma þeim fyrr úr landi sem hafnað er um hælisvist. Þannig missa þeir allan fjárhags- og félagslegan stuðning innan 30 frá því umsókn þeirra hefur alfarið verið hafnað og verða einnig að yfirgefa landið innan þess tíma. Hins vegar eru margar undantekningar í frumvarpinu varðandi meðferð mála barna og fleiri í viðkvæmri stöðu. Að ræðum forseta Alþingis meðtöldum héldu þingmenn 149 ræður um málið á þingfundi í gær, á fundi sem hófst upp úr klukkan þrjú og lauk átta tímum síðar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnarsson formaður Miðflokksins gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að ganga ekki lengra í frumvarpi sínu um útlendinga.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata hafa haft sig mest í frammi gegn frumvarpinu að þessu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggjast einnig gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að það brjóti á hælisleitendum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og flokkur hans leggjast hins vegar gegn frumvarpinu úr annarri átt. Telja það útvatnað og gagnslaust og vilja að gengið verði lengra. Sigmundur Davíð minnti á að nú væru þingmenn að ræða frumvarp af þessu tagi í fimmta sinn. „Þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp. Þessi svo kallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Þetta sýnishorn yfirgefinna áforma, umvafið afsökunum og kerfisflækjum. Þessi uppgjöf,“ sagði Sigmundur Davíð. Umræðum er hvergi nærri lokið og verður þráðurinn tekinn upp aftur á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma í gegn breytingum á lögum um útlendinga frá árinu 2016. Stjórnarmeirihlutinn virðist staðráðinn í að málið fái afgreiðslu að þessu sinni því engin önnur mál eru til eiginlegrar efnislegrar meðferðar á dagskrá þingsins. Frumvarpinu er ætlað að flýta umsóknarferli hælisleitenda og koma þeim fyrr úr landi sem hafnað er um hælisvist. Þannig missa þeir allan fjárhags- og félagslegan stuðning innan 30 frá því umsókn þeirra hefur alfarið verið hafnað og verða einnig að yfirgefa landið innan þess tíma. Hins vegar eru margar undantekningar í frumvarpinu varðandi meðferð mála barna og fleiri í viðkvæmri stöðu. Að ræðum forseta Alþingis meðtöldum héldu þingmenn 149 ræður um málið á þingfundi í gær, á fundi sem hófst upp úr klukkan þrjú og lauk átta tímum síðar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnarsson formaður Miðflokksins gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að ganga ekki lengra í frumvarpi sínu um útlendinga.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata hafa haft sig mest í frammi gegn frumvarpinu að þessu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggjast einnig gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að það brjóti á hælisleitendum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og flokkur hans leggjast hins vegar gegn frumvarpinu úr annarri átt. Telja það útvatnað og gagnslaust og vilja að gengið verði lengra. Sigmundur Davíð minnti á að nú væru þingmenn að ræða frumvarp af þessu tagi í fimmta sinn. „Þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp. Þessi svo kallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Þetta sýnishorn yfirgefinna áforma, umvafið afsökunum og kerfisflækjum. Þessi uppgjöf,“ sagði Sigmundur Davíð. Umræðum er hvergi nærri lokið og verður þráðurinn tekinn upp aftur á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54
Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44