Innlent

Ráðin verk­efna­stjóri þing­flokks Fram­sóknar

Atli Ísleifsson skrifar
Sonja hefur starfað sem starfsmaður þingflokks Framsóknar frá árinu 2020.
Sonja hefur starfað sem starfsmaður þingflokks Framsóknar frá árinu 2020. Framsókn

Sonja Lind E. Eyglóardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri þingflokks Framsóknar. Hún hefur starfað sem starfsmaður þingflokksins frá árinu 2020.

Í tilkynningu á vef Framsóknar segir að Sonja Lind hafi lokið BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020 og fengið verðlaun Viðskiptaráðs Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi. Hún hafi svo útskrifast með ML í lögfræði frá sama skóla í lok janúar 2023.

„Sonja hefur starfað sem starfsmaður þingflokks Framsóknar frá árinu 2020. Áður en hún kom til starfa fyrir þingflokk Framsóknar vann hún hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, þá hefur Sonja víðtæka reynslu í hótel- og veitingarekstri. Sonja hefur tekið þátt í félagsstörfum fyrir Framsókn, hún hefur m.a. verið formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra, þá situr hún í fræðslu og kynningarnefnd Framsóknar og Velferðarnefnd Borgarbyggðar.

Sonja er 41 árs, gift Pavle Estrajher umhverfis- og náttúrufræðingi og er búsett í Borgarnesi,“ segir í tilkynningunni.

Hlutverk verkefnastjóra þingflokks er að aðstoða þingflokksformann og þingmenn við störf þeirra á Alþingi auk þess að halda utan um skipulag og dagleg störf þingflokksins, samskipti, starfsmannamál og önnur verkefni í samráði við þingflokksformann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.