Íslenskt símanúmer spilaði lykilþátt í hvarfi 14 ára spænskrar stúlku Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 21:10 Spænska lögreglan hafði samband við ríkislögreglustjóra vegna íslensks símanúmer sem kom upp við rannsókn málsins. Getty Óskað var eftir aðstoð íslenskra lögregluyfirvalda í tengslum við hvarf 14 ára unglingsstúlku í Almería á Spáni í síðustu viku. Stúlkan fannst eftir að hafa verið týnd í fjóra daga og var í fylgd með 19 ára konu sem grunuð er um að hafa ætlað að fara með stúlkuna úr landi. Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira