Þakkar stuðningsmönnum fyrir að reyna að stöðva níðsöngva Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þakkar stuðningsmönnum félagsins fyrir að reyna að útrýma níðsöngvum um samkynhneigða. Naomi Baker/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur þakkað stuðningsmönnum félagsins fyrir sinn hlut í að reyna að útrýma niðrandi söngvum um samkynhneigða. Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“ Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti