Þakkar stuðningsmönnum fyrir að reyna að stöðva níðsöngva Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þakkar stuðningsmönnum félagsins fyrir að reyna að útrýma níðsöngvum um samkynhneigða. Naomi Baker/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur þakkað stuðningsmönnum félagsins fyrir sinn hlut í að reyna að útrýma niðrandi söngvum um samkynhneigða. Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“ Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira