Innlent

Hrapaði við leik­skóla í út­hverfi Kænu­garðs

Atli Ísleifsson skrifar
Tæpt ár er nú frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Myndin er úr safni.
Tæpt ár er nú frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Myndin er úr safni. Getty

Þyrla eða dróni rakst á byggingu sem hýsir leikskóla í Brovary, úthverfi Kænugarðs, í Úkraínu í morgun.

Reuters segir frá því að loftfar hafi rekist á byggingu sem hýsir „félagslega innviði“ í Brovary og vísar þar í yfirlýsingu starfsmannastjóra Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Samkvæmt heimildum hafi verið um að ræða þyrlu eða dróna.

Starfsmannastjórinn Kýrýló Týmósjenkó segir að verið sé að leita upplýsinga um manntjón og hvernig málið bar að. Björgunarlið sé þegar á staðnum, segir Týmósjenkó á Telegram.

Oleksí Kúleba, ríkisstjóri í Kænugarði, segir að það hafi verið börn og starfsmenn í byggingunni þegar þyrlan eða dróninn rakst á hana.

Euromaidan Press greinir frá því að fimm manns hið minnsta hafi slasast og vísar þar í orð talsmanns lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×