Innlent

Lög­regla að­stoðaði í fjöl­skyldu­deilum um sígarettu­eign

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð til vegna ósættis milli tveggja skyldra aðila í hverfi 108. Deilumálið var eign á sígarettum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki kemur fram hvernig lögreglan aðstoðaði við að leysa deilurnar. 

Tilkynnt var um þrjú innbrot á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan ellefu í morgun og klukkan fimm í dag. Þjófur var gómaður í verslun í miðbænum en tvö innbrot eru enn óupplýst, annað í fyrirtæki í Grafarvogi og hitt í fyrirtæki í Garðabæ.

Tvisvar var tilkynnt um óvelkomna aðila í fyrirtækjum í dag, bæði í miðbænum og í hverfi 103. Þá var tilkynnt um heimiliserjur úr miðbænum og líkamsárás í hverfi 105.

Kalt er í veðri þessa dagana og eitthvað hefur frést af fuglum að frjósa, eða að goggar þeirra frjósi. Lögreglu barst einmitt tilkynning í dag um að finna mætti frosna álft við tjörnina við Lækjargötu í Hafnarfirði. Álftin fannst ekki þegar lögreglan mætti á staðinn en Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, birti færslu um það í Facebook-hópinn Project Henry þar sem birtar eru myndir af fuglalífinu í Hafnarfirði. 

Færsla Guðmundar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×