Drepinn af hundunum sínum Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 08:01 Philemon Mulala var hluti af gullkynslóð Sambíu sem tryggði þjóðinni fyrstu stóru verðlaun sín í knattspyrnu karla. FACEBOOK/FAZ Fótboltasamfélagið í Sambíu hefur síðustu daga syrgt fyrrverandi landsliðsframherjann Philemon Mulala sem lést eftir að hundarnir hans réðust á hann. Hann var sextugur að aldri. Mulala átti heima í Licthenburg í Suður-Afríku og var í garðinum við heimili sitt þegar hann lést en hann var bitinn til bana af hundum sínum þremur. Eiginkona Mulala kom að honum látnum samkvæmt Sam Tselanyane, talsmanni lögreglunnar. „Hún fór ekki til að kanna hvort eitthvað væri að [þegar hundarnir geltu] þar sem að mikil umferð er við húsið og hundarnir höfðu margoft gelt að gangandi vegfarendum og farartækjum sem fóru þarna framhjá,“ sagði Tselanyane. Þegar eiginkona Mulala fór svo að leita að honum kom hún að honum þar sem hann lá hreyfingarlaus í garðinum og sá svo að hann hafði verið bitinn af hundunum þeirra. „Þetta er svo sorglegur endir,“ sagði Sydney Mungala, talsmaður knattspyrnusambands Sambíu, við ESPN. „Margir sem fylgdust með honum, sérstaklega stuðningsmenn Mufulira Wanderers, hafa verið að syrgja hann. Það muna margir eftir honum frá því að hann var í landsliðinu, þar sem hann tók þátt í að vinna fyrstu verðlaun sjálfstæðrar Sambíu,“ sagði Mungala. Mulala var áberandi í landsliði Sambíu á níunda áratugnum en liðið vann Austur- og Mið-Afríkubikarinn árið 1984. Mulala skoraði þá tvisvar gegn Kenía í undanúrslitaleiknum. Hann átti einnig góðu gengi að fagna sem leikmaður Mufulira Wanderers í heimalandinu en flutti síðar til Suður-Afríku og lék þar með Cape Town Spurs og Dynamos FC. Andlát Sambía Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Mulala átti heima í Licthenburg í Suður-Afríku og var í garðinum við heimili sitt þegar hann lést en hann var bitinn til bana af hundum sínum þremur. Eiginkona Mulala kom að honum látnum samkvæmt Sam Tselanyane, talsmanni lögreglunnar. „Hún fór ekki til að kanna hvort eitthvað væri að [þegar hundarnir geltu] þar sem að mikil umferð er við húsið og hundarnir höfðu margoft gelt að gangandi vegfarendum og farartækjum sem fóru þarna framhjá,“ sagði Tselanyane. Þegar eiginkona Mulala fór svo að leita að honum kom hún að honum þar sem hann lá hreyfingarlaus í garðinum og sá svo að hann hafði verið bitinn af hundunum þeirra. „Þetta er svo sorglegur endir,“ sagði Sydney Mungala, talsmaður knattspyrnusambands Sambíu, við ESPN. „Margir sem fylgdust með honum, sérstaklega stuðningsmenn Mufulira Wanderers, hafa verið að syrgja hann. Það muna margir eftir honum frá því að hann var í landsliðinu, þar sem hann tók þátt í að vinna fyrstu verðlaun sjálfstæðrar Sambíu,“ sagði Mungala. Mulala var áberandi í landsliði Sambíu á níunda áratugnum en liðið vann Austur- og Mið-Afríkubikarinn árið 1984. Mulala skoraði þá tvisvar gegn Kenía í undanúrslitaleiknum. Hann átti einnig góðu gengi að fagna sem leikmaður Mufulira Wanderers í heimalandinu en flutti síðar til Suður-Afríku og lék þar með Cape Town Spurs og Dynamos FC.
Andlát Sambía Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira