Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 21:28 Frá blaðamannafundinum á Hilton í morgun. Vísir Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira