Fótbolti

Arsenal beinir sjónum sínum að Raphinha

Hjörvar Ólafsson skrifar
Raphinha gæti verið á leið frá Barcelona eftir hálfs árs dvöl hjá félaginu. 
Raphinha gæti verið á leið frá Barcelona eftir hálfs árs dvöl hjá félaginu.  Vísir/Getty

Edu Gaspar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, hefur haft sambandið við Dece, umboðsmann brasilíska framherjans Raphinha, sem er á mála hjá Barcelona, með vistaskipti leikmannsins í huga.

Arsenal hafði hug á því að festa kaup á Mykhailo Mudryk en allt bendir til þess að Úkraínumaðurinn sé á leið til Chelsea.  

Skytturnar reyndu að tryggja sér þjónustu Raphinha síðasta sumar en hann ákvað að færa sig frekar um set til Barcelona á þeim tímapunkti. 

Nú sex mánuðum síðar gæti Barcelona verið reiðubúið að selja Raphinha sem kom til Katalóníufélagsins frá Leeds United fyrir rúmar 50 milljónir punda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×