Erlent

Stúlkan í lífs­hættu eftir skot­á­rásina

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Talið er að skotið hafi verið úr bíl á ferð.
Talið er að skotið hafi verið úr bíl á ferð. Getty/Court

Sjö ára stúlka er í lífshættu eftir að skotið var á hana í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna í dag. Að minnsta kosti fjórir særðust í skotárásinni.

Rétt fyrir klukkan fimm í dag var skotið á hóp manna sem sótti jarðarför í kirkju á Phoenix Road, nálægt Euston lestarstöðinni. Talið er að árásarmennirnir hafi skotið úr bíl á ferð.

Eins og fyrr segir særðist sjö ára stúlka lífshættulega. Tólf ára stúlka hlaut sár á fæti en hefur verið útskrifuð af spítala.

Yfirvöld segja að þrír til viðbótar hafi verið fluttir á spítala, allt konur, sem eru 48 ára, 54 ára og 41 árs. Meiðsli einnar eru alvarleg en konurnar eru ekki taldar í lífshættu.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Guardian greinir frá.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×