Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 20:44 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur þegar ráðstafað 330 milljónum króna til að bæta tækjabúnað vegna bráðaþjónustu á heilbrigðisstofnunum. Vísir/Vilhelm Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. „Þetta eru skýrar og vel rökstuddar tillögur um markvissar aðgerðir til að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Þannig aukum við öryggi sjúklinga, styðjum markmiðið um að veita rétta þjónustu á réttum stað og jöfnum álag á stofnanir heilbrigðiskerfisins“ segir er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Tillagan sem talin er líkleg til að hafa mest áhrif felur í sér að komið verði á þjónustu fjarskiptalæknis. Viðbótarkostnaður vegna rekstrar yrði 220 milljónir króna á ári þegar sólarhringsþjónustu yrði komið á en um 100 milljónir króna fyrsta árið. Þá er lagt til að stofnuð verði bráðafjarheilbrigðismiðstöð til að styðja viðbragðsaðila sem sinna bráðaþjónustu um land allt. Lagt er til að miðstöðin sinni læknisfræðilegri stjórnun og ráðgjöf fyrir sjúkraflutninga, bráðalæknisráðgjöf fyrir heilsugæslu í dreifbýli, fjarheilbrigðisþjónustu fyrir sjófarendur, vettvangsliða og björgunarsveitir, auk faglegrar ráðgjafar við Neyðarlínu, meðal annars til ákvörðunar um notkun sjúkraflugs og þyrlu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar ráðstafað um 330 milljónum króna til að bæta tækjabúnað vegna bráðaþjónustu á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum um allt land. Ákvörðun heilbrigðisráðherra byggir á tillögum viðbragðsteymis og einnig er hafin vinna starfshóps um vegvísun í heilbrigðisþjónustu, sem ráðherra skipaði að tillögu teymisins. Hér er hægt að lesa ýtarlega skýrslu viðbragðsteymisins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Heilsugæsla Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta eru skýrar og vel rökstuddar tillögur um markvissar aðgerðir til að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Þannig aukum við öryggi sjúklinga, styðjum markmiðið um að veita rétta þjónustu á réttum stað og jöfnum álag á stofnanir heilbrigðiskerfisins“ segir er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Tillagan sem talin er líkleg til að hafa mest áhrif felur í sér að komið verði á þjónustu fjarskiptalæknis. Viðbótarkostnaður vegna rekstrar yrði 220 milljónir króna á ári þegar sólarhringsþjónustu yrði komið á en um 100 milljónir króna fyrsta árið. Þá er lagt til að stofnuð verði bráðafjarheilbrigðismiðstöð til að styðja viðbragðsaðila sem sinna bráðaþjónustu um land allt. Lagt er til að miðstöðin sinni læknisfræðilegri stjórnun og ráðgjöf fyrir sjúkraflutninga, bráðalæknisráðgjöf fyrir heilsugæslu í dreifbýli, fjarheilbrigðisþjónustu fyrir sjófarendur, vettvangsliða og björgunarsveitir, auk faglegrar ráðgjafar við Neyðarlínu, meðal annars til ákvörðunar um notkun sjúkraflugs og þyrlu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar ráðstafað um 330 milljónum króna til að bæta tækjabúnað vegna bráðaþjónustu á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum um allt land. Ákvörðun heilbrigðisráðherra byggir á tillögum viðbragðsteymis og einnig er hafin vinna starfshóps um vegvísun í heilbrigðisþjónustu, sem ráðherra skipaði að tillögu teymisins. Hér er hægt að lesa ýtarlega skýrslu viðbragðsteymisins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Heilsugæsla Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira