Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 10:25 Sara Björk Gunnarsdóttir í einum af 145 landsleikjum sínum. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Sara Björk gaf þetta út í pistli á samfélagmiðlum í dag. Hún skrifar pistil sinn á ensku en endar hann á að segja: Áfram Ísland. Sara Björk hefur verið í íslenska landsliðinu í sextán ár og á landsleikjametið sem eru 145 leikir. Hún tók við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur fyrir tæpum áratug. Sara Björk lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Slóveníu í ágúst 2007 þegar hún var ekki búin að halda upp á sautján ára afmælið sitt. Hún hefur átt landsleikjametið síðan hún sló met Katrínar Jónsdóttur árið 2020. 145 A landsleikir, 24 mörk, fjögur EM. Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk. It's been some ride @sarabjork18 - thank you for all the memories.#dottir pic.twitter.com/YHbcwfXlh7— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2023 Sara gefur ekki út sérstaka ástæðu fyrir því að hún sé hætt í landsliðinu en segir að þetta hafi verið langur og ánægjulegur tími en að nú sé kominn tími til að segja bless. „Þetta hefur verið eitt svakalegt ferðalag,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir meðal annars í pistli sínum. Sara hefur verið með í öllum fjórum Evrópukeppnum íslenska landsliðsins. Sara endar á því að þakka Knattspyrnusambandi Íslands fyrir allt samstarfið öll þessi ár og óskar þess að sambandið og kvennalandsliðið eigi bjarta framtíð. Sara er nú leikmaður Juventus á Ítalíu en hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili. Hún lék áður með stórliði Lyon í Frakklandi og þar áður með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún vann Meistaradeildina tvisvar með Lyon og hefur unnið marga landstitla með liðum sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Sara hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra eftir að hafa eignast barn árið 2021. Sara hefur tvisvar verið kosin Íþróttamaður ársins, fyrst 2018 og svo aftur árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tímamót KSÍ Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Sara Björk gaf þetta út í pistli á samfélagmiðlum í dag. Hún skrifar pistil sinn á ensku en endar hann á að segja: Áfram Ísland. Sara Björk hefur verið í íslenska landsliðinu í sextán ár og á landsleikjametið sem eru 145 leikir. Hún tók við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur fyrir tæpum áratug. Sara Björk lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Slóveníu í ágúst 2007 þegar hún var ekki búin að halda upp á sautján ára afmælið sitt. Hún hefur átt landsleikjametið síðan hún sló met Katrínar Jónsdóttur árið 2020. 145 A landsleikir, 24 mörk, fjögur EM. Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk. It's been some ride @sarabjork18 - thank you for all the memories.#dottir pic.twitter.com/YHbcwfXlh7— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2023 Sara gefur ekki út sérstaka ástæðu fyrir því að hún sé hætt í landsliðinu en segir að þetta hafi verið langur og ánægjulegur tími en að nú sé kominn tími til að segja bless. „Þetta hefur verið eitt svakalegt ferðalag,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir meðal annars í pistli sínum. Sara hefur verið með í öllum fjórum Evrópukeppnum íslenska landsliðsins. Sara endar á því að þakka Knattspyrnusambandi Íslands fyrir allt samstarfið öll þessi ár og óskar þess að sambandið og kvennalandsliðið eigi bjarta framtíð. Sara er nú leikmaður Juventus á Ítalíu en hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili. Hún lék áður með stórliði Lyon í Frakklandi og þar áður með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún vann Meistaradeildina tvisvar með Lyon og hefur unnið marga landstitla með liðum sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Sara hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra eftir að hafa eignast barn árið 2021. Sara hefur tvisvar verið kosin Íþróttamaður ársins, fyrst 2018 og svo aftur árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90)
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tímamót KSÍ Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira