Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 10:05 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot. Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. janúar síðastliðinn, meint brot átti sér stað aðfaranótt 2. janúar. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið hingað til lands á gamlársdag. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola kemur fram að hún og maðurinn hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder. Hún hafi sótt hann á flugvöllinn og þau eytt tíma saman. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Að kvöldi nýársdags spurði maðurinn hvort að konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðsetur hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Maðurinn kom til landsins til að vera hér yfir áramótin.Vísir/Egill Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til 31. janúar næstkomandi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. janúar síðastliðinn, meint brot átti sér stað aðfaranótt 2. janúar. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið hingað til lands á gamlársdag. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola kemur fram að hún og maðurinn hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder. Hún hafi sótt hann á flugvöllinn og þau eytt tíma saman. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Að kvöldi nýársdags spurði maðurinn hvort að konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðsetur hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Maðurinn kom til landsins til að vera hér yfir áramótin.Vísir/Egill Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til 31. janúar næstkomandi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira