Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 19:50 Samninganefnd Eflingar undirbýr nú verkfallstillögur. Vísir/Vilhelm Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. Tveir dagar eru síðan Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sleit viðræðum við Samtök Atvinnulífsins og gekk út úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Nú eru verkfallsaðgerðir í undirbúningi. „Við erum byrjuð að vinna en þetta er auðvitað vandasamt verk sem þarf að passa vel upp á. Þetta er hlutverk samninganefndar sem mun hittast um helgina og halda þessu áfram. Hvenær verkfallsboðanir verða tilbúnar get ég ekki sagt til um á þessum tíma – einhvern tímann í næstu viku,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Þegar nefndin hafi tekið málið til athugunar fari tillögur um verkfallsaðgerðir til atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Sólveig Anna segir ekki liggja fyrir hvernig aðgerðirnar verði útfærðar. „Þetta er ákvörðun samninganefndar. Við tökum hana eins og allar aðrar ákvarðanir í sameiningu og í lýðræðislegu ferli. Á þessum tímapunkti er ekki tímabært fyrir mig að ræða það.“ Sólveig Anna segir að ekkert hafi heyrst frá ríkissáttasemjara síðan viðræðunum var slitið. Hún kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að hann sæi engan tilgang með því að boða fund. „Þú ættir kannski að spyrja hann að því hvers vegna hann sér engan tilgang með því, en svarið yrði þá eflaust að Samtök Atvinnulífsins hafa jú – eins og allir vita – hafnað því alfarið að koma nokkuð til móts við okkur. Hvort að eitthvað opnist, það er auðvitað vonandi.“ Og aðgerðir gætu hafist um mánaðamótin? „Já, það er eflaust hægt að stilla því þannig upp,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Tveir dagar eru síðan Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sleit viðræðum við Samtök Atvinnulífsins og gekk út úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Nú eru verkfallsaðgerðir í undirbúningi. „Við erum byrjuð að vinna en þetta er auðvitað vandasamt verk sem þarf að passa vel upp á. Þetta er hlutverk samninganefndar sem mun hittast um helgina og halda þessu áfram. Hvenær verkfallsboðanir verða tilbúnar get ég ekki sagt til um á þessum tíma – einhvern tímann í næstu viku,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Þegar nefndin hafi tekið málið til athugunar fari tillögur um verkfallsaðgerðir til atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Sólveig Anna segir ekki liggja fyrir hvernig aðgerðirnar verði útfærðar. „Þetta er ákvörðun samninganefndar. Við tökum hana eins og allar aðrar ákvarðanir í sameiningu og í lýðræðislegu ferli. Á þessum tímapunkti er ekki tímabært fyrir mig að ræða það.“ Sólveig Anna segir að ekkert hafi heyrst frá ríkissáttasemjara síðan viðræðunum var slitið. Hún kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að hann sæi engan tilgang með því að boða fund. „Þú ættir kannski að spyrja hann að því hvers vegna hann sér engan tilgang með því, en svarið yrði þá eflaust að Samtök Atvinnulífsins hafa jú – eins og allir vita – hafnað því alfarið að koma nokkuð til móts við okkur. Hvort að eitthvað opnist, það er auðvitað vonandi.“ Og aðgerðir gætu hafist um mánaðamótin? „Já, það er eflaust hægt að stilla því þannig upp,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira