Leyfi afturkallað fyrir umdeildri virkjun í Skaftárhreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 12:38 Framkvæmdaleyfið var veitt í maí í fyrra. Landvernd Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Skaftárhrepps vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti. Fimm náttúruverndarsamtök og hópur landeigenda á svæðinu kærðu leyfið til úrskurðanefndarinnar í júní í fyrra, meðal annars vegna brota á náttúruverndarlögum. Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar. Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar.
Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08