United búið að ná samkomulagi við Burnley en þurfa enn að bíða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 23:15 Wout Weghorst vill fara til United en fyrst þarf Besiktas að samþykkja að rifta lánssamningi við Burnley. Vísir/Getty Það verður sífellt líklegra að Hollendingurinn Wout Weghorst gangi til liðs við Manchester United. Samkomulag er í höfn á milli United og Burnley en Besiktas mun eiga síðasta orðið. Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira