Laus brunndæla til bjargar þegar farþegaskip sigldi á hval Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 16:15 Frá Hesteyri þangað sem Sif var á leiðinni. Vísir/Kolbeinn Tumi Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki. Fjallað er um atvikið í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Það var 8. ágúst sumarið 2022 sem atvikið varð eftir um hálftíma siglingu frá Ísafirði. Nánast á sama tíma og skipverjar urðu varir við hval í nokkurra hundruð metra fjarlægð kom mikið högg undir skipið. Viðvörun kom frá bakborðsvél og í ljós kom talsverður leki að vélarrúminu. Snúið var við og siglt á átta til níu sjómílna ferð til hafnar á stjórnborðsvélinni. Í skýrslu nefndarinnar, sem lesa má hér neðst í fréttinni, segir að tvær aðalvélar hafi verið í skipinu með sameiginlegt vélarrúm. Við höggið hafi sjóinntakið fyrir bakborðsvélina gengið til og sjór farið að leka inn með því. Fram kemur að leki hafi verið með bakborðs og skrúfuþétti í nokkrar vikur fyrir atvikið en sjálfvirka lensidælan haft undan þeim leka. Þá hafi stór lensidæla, sem var véldrifin á annarri vélinni, verið biluð og þannig hafi staðan verið í nokkra mánuði. Laus brunndæla um borð hafi verið notuð þegar lekinn kom upp og það komið í veg fyrir að það sykki. Þegar skipið var híft upp á bryggju kom í ljós að skrúfuöxullinn fyrir bakborðsvélina hafði gengið eina fimmtán sentímetra aftur og bognað. Upphengjan fyrir öxulinn hafði líka bognað það mikið að skrúfan náði að gera gat á skrokkinn inn í stýrisvélarýmið. Stýrisblað við bakborðsskrúfuna var bogið og hafði gengið til. Einnig hafði gírhúsið fyrir framdriftsgírinn á bakborðsvélinni brotnað þegar skrúfuöxullinn gekk aftur. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar framkvæmdi Samgöngustofa ekki vélaskoðun á skipinu þegar það var skráð á íslenska skipaskrá. Vélaskoðun hjá norsku siglingastofnuninni sem framkvæmd hafði verið í desember 2020 hafði verið látin gilda. Þá var skipið ekki rétt lögskráð. Tengd skjöl Skýrsla_RNSPDF132KBSækja skjal Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Hornstrandir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Fjallað er um atvikið í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Það var 8. ágúst sumarið 2022 sem atvikið varð eftir um hálftíma siglingu frá Ísafirði. Nánast á sama tíma og skipverjar urðu varir við hval í nokkurra hundruð metra fjarlægð kom mikið högg undir skipið. Viðvörun kom frá bakborðsvél og í ljós kom talsverður leki að vélarrúminu. Snúið var við og siglt á átta til níu sjómílna ferð til hafnar á stjórnborðsvélinni. Í skýrslu nefndarinnar, sem lesa má hér neðst í fréttinni, segir að tvær aðalvélar hafi verið í skipinu með sameiginlegt vélarrúm. Við höggið hafi sjóinntakið fyrir bakborðsvélina gengið til og sjór farið að leka inn með því. Fram kemur að leki hafi verið með bakborðs og skrúfuþétti í nokkrar vikur fyrir atvikið en sjálfvirka lensidælan haft undan þeim leka. Þá hafi stór lensidæla, sem var véldrifin á annarri vélinni, verið biluð og þannig hafi staðan verið í nokkra mánuði. Laus brunndæla um borð hafi verið notuð þegar lekinn kom upp og það komið í veg fyrir að það sykki. Þegar skipið var híft upp á bryggju kom í ljós að skrúfuöxullinn fyrir bakborðsvélina hafði gengið eina fimmtán sentímetra aftur og bognað. Upphengjan fyrir öxulinn hafði líka bognað það mikið að skrúfan náði að gera gat á skrokkinn inn í stýrisvélarýmið. Stýrisblað við bakborðsskrúfuna var bogið og hafði gengið til. Einnig hafði gírhúsið fyrir framdriftsgírinn á bakborðsvélinni brotnað þegar skrúfuöxullinn gekk aftur. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar framkvæmdi Samgöngustofa ekki vélaskoðun á skipinu þegar það var skráð á íslenska skipaskrá. Vélaskoðun hjá norsku siglingastofnuninni sem framkvæmd hafði verið í desember 2020 hafði verið látin gilda. Þá var skipið ekki rétt lögskráð. Tengd skjöl Skýrsla_RNSPDF132KBSækja skjal
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Hornstrandir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira