Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. janúar 2023 13:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. Koma flóttamanna til landsins hefur farið nokkuð hægt af stað á fyrstu dögum ársins, miðað við undanfarna mánuði, en um hundrað flóttamenn hafa komið til landsins frá áramótum. Enn er meirihluti flóttamanna sem hingað leita að koma frá Úkraínu og Venesúela, eða um sextíu prósent. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir það ekki endilega til marks um framhaldið og bendir á að um sé að ræða mikinn fjölda miðað við undanfarin ár. Þá sé dýrt að fljúga til Ísland þessa dagana, sérstaklega frá Póllandi þaðan sem margir flóttamenn frá Úkraínu koma. Óvissan sé áfram mikil þegar kemur að flóttamönnum og miða spár við hámarksfjölda. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að við séum að taka á móti svipuðum fjölda á þessu ári eins og á því síðasta eða einhvers staðar á milli fjögur til fimm þúsund manns. Við erum að sjá það reyndar í nágrannaríkjunum að þar er að aukast flótti til dæmis frá Tyrklandi, hvort það eigi síðan eftir að raungerast hér á Íslandi á eftir að koma í ljós,“ segir Gylfi og bætir við að ástandið sé sömuleiðis slæmt víðar. „Eins og frá Palestínu og Sýrlandi og þaðan sem fólk er að koma líka. Auðvitað má líka líta sem svo á að það megi lítið út af bregða á þessum svæðum í kringum Úkraínu til þess að fólk fari enn meira á flótta,“ segir hann. Engin heildstæð löggjöf til í málaflokknum Fjögur sveitarfélög, Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbær og Árborg, hafa undirritað samning við ríkið um samræmda móttöku ríflega tvö þúsund flóttamanna. Ekki allir flóttamenn þurfa á úrræðinu að halda en þó er um að ræða stóran hluta þeirra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bindur vonir við að á vormánuðum verði þau komin með tíu samninga og hvetur hann fleiri sveitarfélög taki þátt en ríkið tekur þátt í kostnaðinum. Unnið sé að heildstæðri stefnumótun þegar kemur að málaflokknum. „Það sem að slær mann talsvert er að það er ekki til nein löggjöf um móttöku, þjónustu og aðlögun flóttafólks og innflytjenda í íslensku samfélagi. Það er mál sem að ég er að skoða núna og er að vonast til að við getum komið með frumvarp í haust,“ segir Guðmundur Ingi en slík löggjöf er til staðar á Norðurlöndunum. Nálgast þurfi verkefnið til lengri tíma Einnig þurfi að huga að húsnæðismálum fyrir flóttamenn. „Þetta er ein stærsta áskorunin sem að er í gangi núna, það er að finna húsnæði fyrir fólk. Við erum líka með vinnu í gangi við að skoða hvernig getum við reynt að mæta þessu til lengri framtíðar og ég held að það sé mikilvæg vinna sem við erum ekki komin með niðurstöðu í enn þá,“ segir hann. Samningarnir sem þegar hafa verið undirritaðir eru til eins árs en úrræðið er þó hugsað til þriggja ára, þurfi fólk áfram á þjónustu að halda. Ráðherrann bindur vonir við að hægt verði að hefja viðræður um lengri samningstíma síðar í ár. Nauðsynlegt sé að bregðast við, ekki aðeins vegna stríðsins í Úkraínu heldur einnig vegna annarra áskorana, til að mynda loftslagsbreytinga, sem muni óhjákvæmilega leiða til aukins fjölda fólks á flótta. „Þá þurfum við að gera ráð fyrir því að við séum ekki lengur með skammtímaverkefni að takast á við þennan aukna fjölda, heldur sé þetta meira allavega til nokkurra ára og það er svolítið verkefnið núna, að fara úr skammtímaviðbrögðum yfir í langtímaviðbrögð,“ segir Guðmundur Ingi. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. 6. janúar 2023 16:08 Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. 25. nóvember 2022 15:38 Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins. 11. desember 2022 12:28 Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. 27. nóvember 2022 14:03 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Koma flóttamanna til landsins hefur farið nokkuð hægt af stað á fyrstu dögum ársins, miðað við undanfarna mánuði, en um hundrað flóttamenn hafa komið til landsins frá áramótum. Enn er meirihluti flóttamanna sem hingað leita að koma frá Úkraínu og Venesúela, eða um sextíu prósent. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir það ekki endilega til marks um framhaldið og bendir á að um sé að ræða mikinn fjölda miðað við undanfarin ár. Þá sé dýrt að fljúga til Ísland þessa dagana, sérstaklega frá Póllandi þaðan sem margir flóttamenn frá Úkraínu koma. Óvissan sé áfram mikil þegar kemur að flóttamönnum og miða spár við hámarksfjölda. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að við séum að taka á móti svipuðum fjölda á þessu ári eins og á því síðasta eða einhvers staðar á milli fjögur til fimm þúsund manns. Við erum að sjá það reyndar í nágrannaríkjunum að þar er að aukast flótti til dæmis frá Tyrklandi, hvort það eigi síðan eftir að raungerast hér á Íslandi á eftir að koma í ljós,“ segir Gylfi og bætir við að ástandið sé sömuleiðis slæmt víðar. „Eins og frá Palestínu og Sýrlandi og þaðan sem fólk er að koma líka. Auðvitað má líka líta sem svo á að það megi lítið út af bregða á þessum svæðum í kringum Úkraínu til þess að fólk fari enn meira á flótta,“ segir hann. Engin heildstæð löggjöf til í málaflokknum Fjögur sveitarfélög, Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbær og Árborg, hafa undirritað samning við ríkið um samræmda móttöku ríflega tvö þúsund flóttamanna. Ekki allir flóttamenn þurfa á úrræðinu að halda en þó er um að ræða stóran hluta þeirra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bindur vonir við að á vormánuðum verði þau komin með tíu samninga og hvetur hann fleiri sveitarfélög taki þátt en ríkið tekur þátt í kostnaðinum. Unnið sé að heildstæðri stefnumótun þegar kemur að málaflokknum. „Það sem að slær mann talsvert er að það er ekki til nein löggjöf um móttöku, þjónustu og aðlögun flóttafólks og innflytjenda í íslensku samfélagi. Það er mál sem að ég er að skoða núna og er að vonast til að við getum komið með frumvarp í haust,“ segir Guðmundur Ingi en slík löggjöf er til staðar á Norðurlöndunum. Nálgast þurfi verkefnið til lengri tíma Einnig þurfi að huga að húsnæðismálum fyrir flóttamenn. „Þetta er ein stærsta áskorunin sem að er í gangi núna, það er að finna húsnæði fyrir fólk. Við erum líka með vinnu í gangi við að skoða hvernig getum við reynt að mæta þessu til lengri framtíðar og ég held að það sé mikilvæg vinna sem við erum ekki komin með niðurstöðu í enn þá,“ segir hann. Samningarnir sem þegar hafa verið undirritaðir eru til eins árs en úrræðið er þó hugsað til þriggja ára, þurfi fólk áfram á þjónustu að halda. Ráðherrann bindur vonir við að hægt verði að hefja viðræður um lengri samningstíma síðar í ár. Nauðsynlegt sé að bregðast við, ekki aðeins vegna stríðsins í Úkraínu heldur einnig vegna annarra áskorana, til að mynda loftslagsbreytinga, sem muni óhjákvæmilega leiða til aukins fjölda fólks á flótta. „Þá þurfum við að gera ráð fyrir því að við séum ekki lengur með skammtímaverkefni að takast á við þennan aukna fjölda, heldur sé þetta meira allavega til nokkurra ára og það er svolítið verkefnið núna, að fara úr skammtímaviðbrögðum yfir í langtímaviðbrögð,“ segir Guðmundur Ingi.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. 6. janúar 2023 16:08 Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. 25. nóvember 2022 15:38 Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins. 11. desember 2022 12:28 Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. 27. nóvember 2022 14:03 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03
Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. 6. janúar 2023 16:08
Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. 25. nóvember 2022 15:38
Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins. 11. desember 2022 12:28
Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. 27. nóvember 2022 14:03