Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. janúar 2023 13:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. Koma flóttamanna til landsins hefur farið nokkuð hægt af stað á fyrstu dögum ársins, miðað við undanfarna mánuði, en um hundrað flóttamenn hafa komið til landsins frá áramótum. Enn er meirihluti flóttamanna sem hingað leita að koma frá Úkraínu og Venesúela, eða um sextíu prósent. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir það ekki endilega til marks um framhaldið og bendir á að um sé að ræða mikinn fjölda miðað við undanfarin ár. Þá sé dýrt að fljúga til Ísland þessa dagana, sérstaklega frá Póllandi þaðan sem margir flóttamenn frá Úkraínu koma. Óvissan sé áfram mikil þegar kemur að flóttamönnum og miða spár við hámarksfjölda. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að við séum að taka á móti svipuðum fjölda á þessu ári eins og á því síðasta eða einhvers staðar á milli fjögur til fimm þúsund manns. Við erum að sjá það reyndar í nágrannaríkjunum að þar er að aukast flótti til dæmis frá Tyrklandi, hvort það eigi síðan eftir að raungerast hér á Íslandi á eftir að koma í ljós,“ segir Gylfi og bætir við að ástandið sé sömuleiðis slæmt víðar. „Eins og frá Palestínu og Sýrlandi og þaðan sem fólk er að koma líka. Auðvitað má líka líta sem svo á að það megi lítið út af bregða á þessum svæðum í kringum Úkraínu til þess að fólk fari enn meira á flótta,“ segir hann. Engin heildstæð löggjöf til í málaflokknum Fjögur sveitarfélög, Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbær og Árborg, hafa undirritað samning við ríkið um samræmda móttöku ríflega tvö þúsund flóttamanna. Ekki allir flóttamenn þurfa á úrræðinu að halda en þó er um að ræða stóran hluta þeirra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bindur vonir við að á vormánuðum verði þau komin með tíu samninga og hvetur hann fleiri sveitarfélög taki þátt en ríkið tekur þátt í kostnaðinum. Unnið sé að heildstæðri stefnumótun þegar kemur að málaflokknum. „Það sem að slær mann talsvert er að það er ekki til nein löggjöf um móttöku, þjónustu og aðlögun flóttafólks og innflytjenda í íslensku samfélagi. Það er mál sem að ég er að skoða núna og er að vonast til að við getum komið með frumvarp í haust,“ segir Guðmundur Ingi en slík löggjöf er til staðar á Norðurlöndunum. Nálgast þurfi verkefnið til lengri tíma Einnig þurfi að huga að húsnæðismálum fyrir flóttamenn. „Þetta er ein stærsta áskorunin sem að er í gangi núna, það er að finna húsnæði fyrir fólk. Við erum líka með vinnu í gangi við að skoða hvernig getum við reynt að mæta þessu til lengri framtíðar og ég held að það sé mikilvæg vinna sem við erum ekki komin með niðurstöðu í enn þá,“ segir hann. Samningarnir sem þegar hafa verið undirritaðir eru til eins árs en úrræðið er þó hugsað til þriggja ára, þurfi fólk áfram á þjónustu að halda. Ráðherrann bindur vonir við að hægt verði að hefja viðræður um lengri samningstíma síðar í ár. Nauðsynlegt sé að bregðast við, ekki aðeins vegna stríðsins í Úkraínu heldur einnig vegna annarra áskorana, til að mynda loftslagsbreytinga, sem muni óhjákvæmilega leiða til aukins fjölda fólks á flótta. „Þá þurfum við að gera ráð fyrir því að við séum ekki lengur með skammtímaverkefni að takast á við þennan aukna fjölda, heldur sé þetta meira allavega til nokkurra ára og það er svolítið verkefnið núna, að fara úr skammtímaviðbrögðum yfir í langtímaviðbrögð,“ segir Guðmundur Ingi. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. 6. janúar 2023 16:08 Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. 25. nóvember 2022 15:38 Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins. 11. desember 2022 12:28 Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. 27. nóvember 2022 14:03 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Koma flóttamanna til landsins hefur farið nokkuð hægt af stað á fyrstu dögum ársins, miðað við undanfarna mánuði, en um hundrað flóttamenn hafa komið til landsins frá áramótum. Enn er meirihluti flóttamanna sem hingað leita að koma frá Úkraínu og Venesúela, eða um sextíu prósent. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir það ekki endilega til marks um framhaldið og bendir á að um sé að ræða mikinn fjölda miðað við undanfarin ár. Þá sé dýrt að fljúga til Ísland þessa dagana, sérstaklega frá Póllandi þaðan sem margir flóttamenn frá Úkraínu koma. Óvissan sé áfram mikil þegar kemur að flóttamönnum og miða spár við hámarksfjölda. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að við séum að taka á móti svipuðum fjölda á þessu ári eins og á því síðasta eða einhvers staðar á milli fjögur til fimm þúsund manns. Við erum að sjá það reyndar í nágrannaríkjunum að þar er að aukast flótti til dæmis frá Tyrklandi, hvort það eigi síðan eftir að raungerast hér á Íslandi á eftir að koma í ljós,“ segir Gylfi og bætir við að ástandið sé sömuleiðis slæmt víðar. „Eins og frá Palestínu og Sýrlandi og þaðan sem fólk er að koma líka. Auðvitað má líka líta sem svo á að það megi lítið út af bregða á þessum svæðum í kringum Úkraínu til þess að fólk fari enn meira á flótta,“ segir hann. Engin heildstæð löggjöf til í málaflokknum Fjögur sveitarfélög, Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbær og Árborg, hafa undirritað samning við ríkið um samræmda móttöku ríflega tvö þúsund flóttamanna. Ekki allir flóttamenn þurfa á úrræðinu að halda en þó er um að ræða stóran hluta þeirra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bindur vonir við að á vormánuðum verði þau komin með tíu samninga og hvetur hann fleiri sveitarfélög taki þátt en ríkið tekur þátt í kostnaðinum. Unnið sé að heildstæðri stefnumótun þegar kemur að málaflokknum. „Það sem að slær mann talsvert er að það er ekki til nein löggjöf um móttöku, þjónustu og aðlögun flóttafólks og innflytjenda í íslensku samfélagi. Það er mál sem að ég er að skoða núna og er að vonast til að við getum komið með frumvarp í haust,“ segir Guðmundur Ingi en slík löggjöf er til staðar á Norðurlöndunum. Nálgast þurfi verkefnið til lengri tíma Einnig þurfi að huga að húsnæðismálum fyrir flóttamenn. „Þetta er ein stærsta áskorunin sem að er í gangi núna, það er að finna húsnæði fyrir fólk. Við erum líka með vinnu í gangi við að skoða hvernig getum við reynt að mæta þessu til lengri framtíðar og ég held að það sé mikilvæg vinna sem við erum ekki komin með niðurstöðu í enn þá,“ segir hann. Samningarnir sem þegar hafa verið undirritaðir eru til eins árs en úrræðið er þó hugsað til þriggja ára, þurfi fólk áfram á þjónustu að halda. Ráðherrann bindur vonir við að hægt verði að hefja viðræður um lengri samningstíma síðar í ár. Nauðsynlegt sé að bregðast við, ekki aðeins vegna stríðsins í Úkraínu heldur einnig vegna annarra áskorana, til að mynda loftslagsbreytinga, sem muni óhjákvæmilega leiða til aukins fjölda fólks á flótta. „Þá þurfum við að gera ráð fyrir því að við séum ekki lengur með skammtímaverkefni að takast á við þennan aukna fjölda, heldur sé þetta meira allavega til nokkurra ára og það er svolítið verkefnið núna, að fara úr skammtímaviðbrögðum yfir í langtímaviðbrögð,“ segir Guðmundur Ingi.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. 6. janúar 2023 16:08 Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. 25. nóvember 2022 15:38 Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins. 11. desember 2022 12:28 Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. 27. nóvember 2022 14:03 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03
Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. 6. janúar 2023 16:08
Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. 25. nóvember 2022 15:38
Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins. 11. desember 2022 12:28
Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. 27. nóvember 2022 14:03