Enski boltinn

Guardiola með fáránlegar hugmyndir um hvernig eigi að vinna United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola er meðvitaður um styrk Manchester United.
Pep Guardiola er meðvitaður um styrk Manchester United. getty/Matthew Ashton

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gæti komið á óvart í borgarslagnum gegn Manchester United um helgina, allavega miðað við ný ummæli hans.

Fjórum stigum munar á City og United í ensku úrvalsdeildinni en þau eigast við á Old Trafford á laugardaginn. 

Síðan United steinlá fyrir City, 6-3, í október hefur liðinu gengið vel og aðeins tapað einum leik. Guardiola er því meðvitaður um ógnina sem stafar af United-liðinu og uppstilling hans í leiknum gegn Southampton í enska deildabikarnum í kvöld gæti tekið mið af stórleiknum á laugardaginn.

„Ég myndi vilja koma í leikinn gegn United með álagið á leikmenn nokkuð svipað því ég er með nokkrar fáránlegar hugmyndir gegn United,“ sagði Guardiola.

„Ég er ekki búinn að ákveða byrjunarliðið gegn United. Ég hef ekki horft á síðustu leiki þeirra. Ég verð að sjá hvernig þeir spila á heimavelli og hvort þeir breyti einhverju.“

Guardiola hefur sautján sinnum mætt United síðan hann tók við City 2016. City-menn hafa unnið níu leiki, United-menn sex og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×