„Það skortir alla skynsemi í þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2023 11:20 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. Grófarhús var reist árið 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Núverandi útlit þess er frá árinu 1995, þegar það var klætt með lituðum stálplötum sem hafa staðið misvel af sér veður og vinda. Nú vilja borgaryfirvöld færa húsið í örlítið glæstara horf, nær upphaflegri mynd. Efnt var til hönnunarsamkeppni á nýliðnu ári og á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga frá samkomulagi við sigurvegarana; hollensku arkitektastofuna JVST. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í undirbúning og hönnunarvinnu á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. Of dýr endurgerð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, með vinningstillöguna í baksýn.Vísir/Sigurjón Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir skjóta skökku við að ráðast í svo umfangsmikið verkefni í ljósi bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og rifjar upp nýlegar niðurskurðaraðgerðir upp á sjö milljarða. „Svo erum við hér og þessi endurgerð á að kosta fjóra milljarða á þessu kjörtímabili og sex milljarða þegar yfir lýkur. Og hvað er þá planið? Eigum við bara að spara til þess að eyða öllu í að endurgera þetta hús?“ Grófarhús séð frá Tryggvagötu samkvæmt tillögu JVST arkitekta.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Vinningstillagan sem hinar umdeildu framkvæmdir eiga að byggja á er undir yfirskriftinni Vitavegur. Hún dregur nafn sitt af breiðum aðalstiga sem tengja á hæðirnar saman. Svokallað Vitatorg er veigamikill þáttur tillögunnar.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Á meðal þess sem gjörbreytist er forsalur Borgarbókasafnsins en safnið skipar stærstan hluta Grófarhúss. Á þeim bletti er reiknað með svokölluðu Vitatorgi, stiginn upp á aðra hæð verður tekinn, brotið milli hæða og opnað upp í loft. Skortir alla skynsemi Þá breytist ásýnd hússins mjög, samkvæmt tillögunni. Gluggar verða víða stækkaðir og reiknað með göngugötu í gegnum húsið. Og Sjálfstæðismenn eru vissulega afar hrifnir af tillögunni, viðurkennir Ragnhildur Alda. „Þetta snýst í raun og veru ekki um ágæti tillögunnar, þetta snýst um að við höfum ekki efni á þessu. Það skortir einhvern veginn alla skynsemi í þetta. Ég meina, við færum ekki að gera upp eldhúsið heima hjá okkur ef fjölskyldan er varla að ná endum saman.“ Kynningu á vinningstillögu JVST arkítekta, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu má nálgast hér. Nýtt útlit Grófarhúss (fyrir miðju) samkvæmt tillögunni séð frá Reykjavíkurhöfn.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Skipulag Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Grófarhús var reist árið 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Núverandi útlit þess er frá árinu 1995, þegar það var klætt með lituðum stálplötum sem hafa staðið misvel af sér veður og vinda. Nú vilja borgaryfirvöld færa húsið í örlítið glæstara horf, nær upphaflegri mynd. Efnt var til hönnunarsamkeppni á nýliðnu ári og á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga frá samkomulagi við sigurvegarana; hollensku arkitektastofuna JVST. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í undirbúning og hönnunarvinnu á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. Of dýr endurgerð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, með vinningstillöguna í baksýn.Vísir/Sigurjón Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir skjóta skökku við að ráðast í svo umfangsmikið verkefni í ljósi bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og rifjar upp nýlegar niðurskurðaraðgerðir upp á sjö milljarða. „Svo erum við hér og þessi endurgerð á að kosta fjóra milljarða á þessu kjörtímabili og sex milljarða þegar yfir lýkur. Og hvað er þá planið? Eigum við bara að spara til þess að eyða öllu í að endurgera þetta hús?“ Grófarhús séð frá Tryggvagötu samkvæmt tillögu JVST arkitekta.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Vinningstillagan sem hinar umdeildu framkvæmdir eiga að byggja á er undir yfirskriftinni Vitavegur. Hún dregur nafn sitt af breiðum aðalstiga sem tengja á hæðirnar saman. Svokallað Vitatorg er veigamikill þáttur tillögunnar.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Á meðal þess sem gjörbreytist er forsalur Borgarbókasafnsins en safnið skipar stærstan hluta Grófarhúss. Á þeim bletti er reiknað með svokölluðu Vitatorgi, stiginn upp á aðra hæð verður tekinn, brotið milli hæða og opnað upp í loft. Skortir alla skynsemi Þá breytist ásýnd hússins mjög, samkvæmt tillögunni. Gluggar verða víða stækkaðir og reiknað með göngugötu í gegnum húsið. Og Sjálfstæðismenn eru vissulega afar hrifnir af tillögunni, viðurkennir Ragnhildur Alda. „Þetta snýst í raun og veru ekki um ágæti tillögunnar, þetta snýst um að við höfum ekki efni á þessu. Það skortir einhvern veginn alla skynsemi í þetta. Ég meina, við færum ekki að gera upp eldhúsið heima hjá okkur ef fjölskyldan er varla að ná endum saman.“ Kynningu á vinningstillögu JVST arkítekta, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu má nálgast hér. Nýtt útlit Grófarhúss (fyrir miðju) samkvæmt tillögunni séð frá Reykjavíkurhöfn.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei
Skipulag Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira