„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2023 11:45 Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada, þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Vísir/vilhelm Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði. Landsréttur þyngdi dóminn yfir honum í 20 ár. Hinir þrír sakborningarnir í málinu, meintir samverkamenn Angjelins, voru sýknaðir í héraði en dæmd í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti. Öll fjögur óskuðu þau eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar - og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnum þeirra í byrjun desember. Í álitinu kemur fram að ríkissaksóknari telji að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að dæma Angjelin til þyngri refsingar en sextán ára fangelsi. Vafi leiki á því hvort lögákveðnar aðstæður hafi verið fyrir hendi. Þá sé mikilvægt að Hæstiréttur skoði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Refsing yrði lækkuð í hlutfalli Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada eins sakborninganna, kveðst sammála mati ríkissaksóknara á dómnum yfir Angjelin. „Og þetta veldur auðvitað áhyggjum. Ég held það sé fáheyrt að áfrýjunardómstóll fari mögulega út fyrir refsiramma með þessum hætti,“ segir Geir. Matið taki vissulega til Angjelins en gæti haft áhrif á refsingu yfir hinum sakborningunum þremur. „Refsing þeirra er ákveðin í hutfalli við refsingu aðalmannsins og ef refsing hans er lækkuð þá myndi ég ætla að refsing meintra samverkamanna yrði lækkuð í sama hlutfalli,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59 Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. 28. nóvember 2022 22:47 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði. Landsréttur þyngdi dóminn yfir honum í 20 ár. Hinir þrír sakborningarnir í málinu, meintir samverkamenn Angjelins, voru sýknaðir í héraði en dæmd í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti. Öll fjögur óskuðu þau eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar - og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnum þeirra í byrjun desember. Í álitinu kemur fram að ríkissaksóknari telji að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að dæma Angjelin til þyngri refsingar en sextán ára fangelsi. Vafi leiki á því hvort lögákveðnar aðstæður hafi verið fyrir hendi. Þá sé mikilvægt að Hæstiréttur skoði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Refsing yrði lækkuð í hlutfalli Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada eins sakborninganna, kveðst sammála mati ríkissaksóknara á dómnum yfir Angjelin. „Og þetta veldur auðvitað áhyggjum. Ég held það sé fáheyrt að áfrýjunardómstóll fari mögulega út fyrir refsiramma með þessum hætti,“ segir Geir. Matið taki vissulega til Angjelins en gæti haft áhrif á refsingu yfir hinum sakborningunum þremur. „Refsing þeirra er ákveðin í hutfalli við refsingu aðalmannsins og ef refsing hans er lækkuð þá myndi ég ætla að refsing meintra samverkamanna yrði lækkuð í sama hlutfalli,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59 Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. 28. nóvember 2022 22:47 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59
Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. 28. nóvember 2022 22:47
„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16