Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 22:47 Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, segir ýmislegt í dómi Landsréttar ekki nógu vel rökstutt. Vísir/Sigurjón Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í héraðsdómi fyrir rúmu ári síðan. Landsréttur lengdi dóminn í tuttugu ár en byggði hann á refsiþyngingarástæðum en ekki refsihækkunarástæðum. „Þau ákvæði sem Landsréttur byggir á eru þess eðlis að þau eiga að koma til álita við mat á því hver refsingin er innan refsirammans,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Í manndrápsmálum er hámark refsingar sextán ár og refsiþyngingarástæður því mat á hvort refsingin eigi að vera fimm, tíu eða sextán ár. Refsihækkunarástæður geta hins vegar orðið til þess að menn séu dæmdir í lengra fangelsi en refsiramminn er, til dæmis tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp þrátt fyrir að refsiramminn sé að sextán árum. „Í þessu tilviki verður ekki séð að Landsréttur hafi vísað í neinar refsihækkunarlagaheimildir og því teljum við hann ekki standast,“ segir Oddgeir. Eftirlit með bifreið metið til jafns við morð Því hafi Landsréttur ekki getað, miðað við forsendurnar, dæmt Angjelin í lengra fangelsi en sextán ár. Ýmislegt annað sé athugavert við dóminn, til dæmis að þremenningarnir Murat Selivrada, Claudia Carvalho og Shpetim Qerimi hafi verið sakfelld fyrir samverknað þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki verið á staðnum þegar morðið var framið. „Eins og að benda á hvar bíll sé staðsettur eða hvort hann fari af stað í miðbæ Reykjavíkur, sem er talið vera fullgilt á við morð af yfirlögðu ráði,“ segir Oddgeir „Þá má spyrja: Hvenær getur einstaklingur verið hlutdeildarmaður, sem aðstoðar einhvern við að fremja brot, þegar þetta er fullur samverknaður. Vilja að málið fari fyrir Hæstarétt Þar að auki séu til staðar efasemdir um ásetning þremenninganna, hvort þau hafi vitað hvað væri framundan. „Hvað vissu þau á þeim tímapunkti, með fullri vissu, hvað minn skjólstæðingur ætlaði að gera síðar.“ Oddgeir, Geir Gestsson verjandi Murats, Steinbergur Finnbogason verjandi Claudiu og Leó Daðason verjandi Shpetims hafa allir staðfest í samtali við fréttastofu að skjólstæðingar þeirra hafi annað hvort sent inn beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til ríkissaksóknara eða ætli að gera það á næstu dögum. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í héraðsdómi fyrir rúmu ári síðan. Landsréttur lengdi dóminn í tuttugu ár en byggði hann á refsiþyngingarástæðum en ekki refsihækkunarástæðum. „Þau ákvæði sem Landsréttur byggir á eru þess eðlis að þau eiga að koma til álita við mat á því hver refsingin er innan refsirammans,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Í manndrápsmálum er hámark refsingar sextán ár og refsiþyngingarástæður því mat á hvort refsingin eigi að vera fimm, tíu eða sextán ár. Refsihækkunarástæður geta hins vegar orðið til þess að menn séu dæmdir í lengra fangelsi en refsiramminn er, til dæmis tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp þrátt fyrir að refsiramminn sé að sextán árum. „Í þessu tilviki verður ekki séð að Landsréttur hafi vísað í neinar refsihækkunarlagaheimildir og því teljum við hann ekki standast,“ segir Oddgeir. Eftirlit með bifreið metið til jafns við morð Því hafi Landsréttur ekki getað, miðað við forsendurnar, dæmt Angjelin í lengra fangelsi en sextán ár. Ýmislegt annað sé athugavert við dóminn, til dæmis að þremenningarnir Murat Selivrada, Claudia Carvalho og Shpetim Qerimi hafi verið sakfelld fyrir samverknað þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki verið á staðnum þegar morðið var framið. „Eins og að benda á hvar bíll sé staðsettur eða hvort hann fari af stað í miðbæ Reykjavíkur, sem er talið vera fullgilt á við morð af yfirlögðu ráði,“ segir Oddgeir „Þá má spyrja: Hvenær getur einstaklingur verið hlutdeildarmaður, sem aðstoðar einhvern við að fremja brot, þegar þetta er fullur samverknaður. Vilja að málið fari fyrir Hæstarétt Þar að auki séu til staðar efasemdir um ásetning þremenninganna, hvort þau hafi vitað hvað væri framundan. „Hvað vissu þau á þeim tímapunkti, með fullri vissu, hvað minn skjólstæðingur ætlaði að gera síðar.“ Oddgeir, Geir Gestsson verjandi Murats, Steinbergur Finnbogason verjandi Claudiu og Leó Daðason verjandi Shpetims hafa allir staðfest í samtali við fréttastofu að skjólstæðingar þeirra hafi annað hvort sent inn beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til ríkissaksóknara eða ætli að gera það á næstu dögum. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14
„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16