Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 09:13 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, hvetur fólk til að leita sér aðstoðar áður en í óefni er komið. Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. Áramótaheit geta verið af ýmsu tagi en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir marga líta á nýtt ár sem tækifæri til að takast á við vandamál tengd neyslu. Um 600 manns eru á biðlista sem er svipað og undanfarna mánuði, en Valgerður segir flesta ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir plássi. Margir eru hikandi við að leita sér aðstoðar þar sem þeir telja vandamálið ekki nægilega stórt, en að sögn Valgerðar er rétti tíminn til að leita sér hjálpar einmitt þegar hugmyndin kviknar um að mögulega sé vandamál í uppsiglingu. „Stærsti hópurinn er einmitt sá sem er um það bil að missa af, missa af í skólanum eða vinnunni, eða í fjölskyldunni vegna neyslunnar. Meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í, akkúrat við það tækifæri.“ Fólk illa á sig komið vegna drykkju Sjúklingar á Vogi leita þangað vegna ýmiskonar fíknar en áfengisvandamál eru þó lang algengust. Valgerður segir áfengisneyslu fara sívaxandi og íslendingar drekki almennt mjög mikið. „Það hefur miklar afleiðingar. Þeir sjá það til dæmis lifralæknar að skorpulifur hefur aukist mjög mikið á Íslandi og við sjáum að fólk er bara illa á sig komið af mikilli áfengisdrykkju hérna.“ Um 600 manns eru á biðlista á Vogi Valgerður segir hræðilegar afleiðingar geta hlotist af því að vera með virkan fíknisjúkdóm. Hún ítrekar skilaboðin um að bíða ekki of lengi með að leita sér hjálpar. „Ég vil hvetja fólk sem hefur verið að hugsa sig um í einhvern tíma að láta til skarar skríða núna, 2023 í byrjun árs. Taka á málunum. Við tökum vel á öllum sem leita til okkar.“ Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Áramótaheit geta verið af ýmsu tagi en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir marga líta á nýtt ár sem tækifæri til að takast á við vandamál tengd neyslu. Um 600 manns eru á biðlista sem er svipað og undanfarna mánuði, en Valgerður segir flesta ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir plássi. Margir eru hikandi við að leita sér aðstoðar þar sem þeir telja vandamálið ekki nægilega stórt, en að sögn Valgerðar er rétti tíminn til að leita sér hjálpar einmitt þegar hugmyndin kviknar um að mögulega sé vandamál í uppsiglingu. „Stærsti hópurinn er einmitt sá sem er um það bil að missa af, missa af í skólanum eða vinnunni, eða í fjölskyldunni vegna neyslunnar. Meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í, akkúrat við það tækifæri.“ Fólk illa á sig komið vegna drykkju Sjúklingar á Vogi leita þangað vegna ýmiskonar fíknar en áfengisvandamál eru þó lang algengust. Valgerður segir áfengisneyslu fara sívaxandi og íslendingar drekki almennt mjög mikið. „Það hefur miklar afleiðingar. Þeir sjá það til dæmis lifralæknar að skorpulifur hefur aukist mjög mikið á Íslandi og við sjáum að fólk er bara illa á sig komið af mikilli áfengisdrykkju hérna.“ Um 600 manns eru á biðlista á Vogi Valgerður segir hræðilegar afleiðingar geta hlotist af því að vera með virkan fíknisjúkdóm. Hún ítrekar skilaboðin um að bíða ekki of lengi með að leita sér hjálpar. „Ég vil hvetja fólk sem hefur verið að hugsa sig um í einhvern tíma að láta til skarar skríða núna, 2023 í byrjun árs. Taka á málunum. Við tökum vel á öllum sem leita til okkar.“
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira