Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. janúar 2023 20:50 Hér má sjá skilti mótmælanda í Berlín en á því stendur ,,Stöðvið aftökur í Íran". EPA-EFE/JENS SCHLUETER Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum. Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Í síðasta mánuði greindu mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þá hafi ellefu úr þessum hundrað manna hópi verið dæmd til dauða. Samkvæmt umfjöllun CNN um aftökurnar í dag er 41 mótmælandi sagður nú hafa verið dæmdur til dauða. Mennirnir tveir sem voru teknir af lífi í morgun voru sakfelldir fyrir það að verða hermanni að bana 3. nóvember síðastliðinn. Þá kemur fram að öðrum mannanna hafi ekki verið gefinn möguleiki á að tala við fjölskyldu sína áður en hann var tekinn af lífi. Mikil óhamingja ríkir víða um heim vegna ástandsins í Íran og hefur verið boðað til mótmæla víða vegna dauðadómana. Þá hafa hin ýmsu alþjóðasamtök mótmælt aðgerðum íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum svo sem Amnesty International, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið. Samtökin hafa öll kallað eftir því að aftökunum linni og hefur mannréttindasendinefnd Sameinuðu þjóðanna sagt aftökur dagsins vera niðurstöðu byggða á „ósanngjörnum réttarhöldum vegna þvingaðra játninga“. Íran Mótmælaalda í Íran Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51 Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum Opið bréf sem undirritað var af miklum meirihluta þingheims í Íran hvetur dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. 8. nóvember 2022 21:18 Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Í síðasta mánuði greindu mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þá hafi ellefu úr þessum hundrað manna hópi verið dæmd til dauða. Samkvæmt umfjöllun CNN um aftökurnar í dag er 41 mótmælandi sagður nú hafa verið dæmdur til dauða. Mennirnir tveir sem voru teknir af lífi í morgun voru sakfelldir fyrir það að verða hermanni að bana 3. nóvember síðastliðinn. Þá kemur fram að öðrum mannanna hafi ekki verið gefinn möguleiki á að tala við fjölskyldu sína áður en hann var tekinn af lífi. Mikil óhamingja ríkir víða um heim vegna ástandsins í Íran og hefur verið boðað til mótmæla víða vegna dauðadómana. Þá hafa hin ýmsu alþjóðasamtök mótmælt aðgerðum íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum svo sem Amnesty International, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið. Samtökin hafa öll kallað eftir því að aftökunum linni og hefur mannréttindasendinefnd Sameinuðu þjóðanna sagt aftökur dagsins vera niðurstöðu byggða á „ósanngjörnum réttarhöldum vegna þvingaðra játninga“.
Íran Mótmælaalda í Íran Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51 Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum Opið bréf sem undirritað var af miklum meirihluta þingheims í Íran hvetur dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. 8. nóvember 2022 21:18 Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51
Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum Opið bréf sem undirritað var af miklum meirihluta þingheims í Íran hvetur dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. 8. nóvember 2022 21:18
Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56