„Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 21:31 Árni Bjarnason, eftirlaunaþegi og fyrrverandi sjómaður til margra ára. Vísir/Arnar Fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sáluga furðar sig á umdeildri orðalagsbreytingu í lögum um áhafnir skipa, sem skiptir „fiskimanni“ út fyrir „fiskara“ í nafni kynhlutleysis. Hann telur ólíklegt að fólkið að baki breytingunni hafi migið í saltan sjó. Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis. Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis.
Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent